Figma fyrir hönnuði, grafíska miðlara og umbrotsfólk

Verð fyrir félagsmenn
9.000 kr.
Verð
45.000 kr.
Lærðu að búa til gagnvirkt viðmót frá grunni með því að nota eitt öflugasta og skilvirkasta hönnunartól sem er á markaðnum: Figma. Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta hannað og skilað af sér notendavænni viðmótshönnun. Nemendur vinna verkefni sem veita þekkingu á Figma forritinu og byggja upp sterkan grunn til að hanna og skila af sér góðri notendavænni viðmótshönnun.

Fyrir hverja:

Fagfólk í prent- og miðlun sem þarf að bæta við sig þekkingu í stafrænni hönnun og teymisvinnu í hönnun og umbroti.

Markmið:

Á þessu námsleiði lærir þú að búa til gagnvirka skjái fyrir vefsíður, farsímaforrit og önnur grafísk viðmót í gegnum hagnýtar gerðir sem þú getur unnið með teyminu þínu og prófað á notendum.

Lýsing:

Hæfni til að samræma og vinna með teyminu þínu í rauntíma er orðin nauðsyn innan hönnunarheimsins. Figma gerir þér kleift að gera einmitt það í hvaða stýrikerfi sem er og í rauntíma. Þess vegna er Figma orðið nauðsynlegt tól fyrir hönnuði.

Gert er ráð fyrir því að nemendur vinni stuttar æfingar og verkefni til að öðlast betri skilning á hvernig Figma virkar. Því er svo skilað á tilskildum tíma til kennara. Þátttakendur hafa aðgang að Figma og tengdum Adobe forritum í tölvubúnaði Iðunnar fræðsluseturs. Fjarnemar þurfa að hafa aðgang að Figma á sínum tölvum.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur í staðnámi fá aðgang að Figma og tengdum forritum.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
26. maí 2025 kl: 17:30 - 21:00
27. maí 2025 kl: 17:30 - 21:00
28. maí 2025 kl: 17:30 - 21:00
Námskeiðsmat
Mæting og verkefnavinna
Steinar Júlíusson
Kennari
Steinar Júlíusson
Grafískur hönnuður með sérþekkingu á hreyfihönnun