Fagfólk í prent- og miðlun sem þarf að bæta við sig þekkingu í stafrænni hönnun og teymisvinnu í hönnun og umbroti.
Á þessu námsleiði lærir þú að búa til gagnvirka skjái fyrir vefsíður, farsímaforrit og önnur grafísk viðmót í gegnum hagnýtar gerðir sem þú getur unnið með teyminu þínu og prófað á notendum.
Hæfni til að samræma og vinna með teyminu þínu í rauntíma er orðin nauðsyn innan hönnunarheimsins. Figma gerir þér kleift að gera einmitt það í hvaða stýrikerfi sem er og í rauntíma. Þess vegna er Figma orðið nauðsynlegt tól fyrir hönnuði.
Gert er ráð fyrir því að nemendur vinni stuttar æfingar og verkefni til að öðlast betri skilning á hvernig Figma virkar. Því er svo skilað á tilskildum tíma til kennara. Þátttakendur hafa aðgang að Figma og tengdum Adobe forritum í tölvubúnaði Iðunnar fræðsluseturs. Fjarnemar þurfa að hafa aðgang að Figma á sínum tölvum.
Þátttakendur í staðnámi fá aðgang að Figma og tengdum forritum.