Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Næst á dagskrá

Stórar vinnuvélar

Þetta námskeið er fyrir þau sem þurfa réttindi á stærri vinnuvélar. Það er grunnnámskeið sem gefur rétt til æfinga og próftöku á allar stærri vinnuvélar. Til þess að fá réttindi til þess að stjórna vinnuvél þarf viðkomandi að vera orðinn 17 ára. Einnig þarf almenn ökuréttindi (B réttindi) til að mega stjórna vinnnuvél utan lokaðra svæða. Á námskeiðinu er farið yfir réttindi og skyldur, öryggisreglur og öryggisbúnað, notkun helstu vinnuvéla, vélfræði, vökvafræði o.fl. Námið er 80 kennslustundir og er kennt í fjarnámi hjá Vinnuvélaskólanum. Þátttakendur skrá sig á heimasíðu skólans og greiða fullt námskeiðsgjald. Þeir sem eru aðilar að IÐUNNI eiga rétt á 75% endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi. Þeir skulu senda kvittun fyrir námskeiðsgjaldinu á idan@idan.is ásamt bankaupplýsingum og kennitölu. Hér er slóð á heimasíðu Vinnuvélaskólans: https://www.vinnuvelaskolinn.is/

Vökvatækni - rekstur, viðhald og bilanagreining

Eftir þetta námskeið ertu fær um að teikna samkvæmt ISO 1219-1 ásamt því að lesa og leiðrétta teikningar, velja rör og fittings miðað við þrýsting og setja upp og tengja slöngur og rör á öruggan hátt. Einnig verður þú fær um að velja réttar síur og síubúnað.

Pólskt vinnuvélanámskeið – frumnámskeið

Þetta námskeið veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

+ Fleiri námskeið

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband