Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Verkstjóranámskeið

Hver er verkstjóri samkvæmt vinnuverndarlögunum? Hvaða ábyrgð og skyldur hvíla á verkstjóra varðandi vinnuverndar- og öryggismál? Vinnuverndarlögin og reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum er kynnt. Fjallað verður um mikilvægi þess að verkstjóri sé leiðandi í vinnuverndarstarfi og öryggismenningu vinnustaðarins.

Málmsuða - grunnur

Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu og hlífðargassuðu, meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þá þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi ljósbogasuðu, lærir um meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu og verður fær um að stilla suðuvélar, mæla gasflæði, velja vír fyrir pinna- og MIG/MAG suðu, slípa skaut fyrir TIG suðu, sjóða einfaldar TIG, MIG/MAG og pinnasuður og loks beita öryggisákvæðum á vinnustað.

3D prentun í iðnaði

Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í þrívíddarprentun. Unnið er með allt ferlið í notkun 3D prentara þ.e. umgengni og notkun prentarans, hönnun verkefna og tölvuvinnsla. Þátttakendur nota Fusion 360 teikniforritið, teikna hlut og prenta út, sækja verkefni á netið og prenta. Þátttakendur setja upp prentara, Bambu Lab A1 Combo, nota hann í verkefnum og taka með heim í lok námskeiðs. Prentarinn er hluti af námskeiðsgjöldum. Tilgangurinn er að þátttakendur geti haldið áfram eftir að námskeiðinu lýkur og aukið þekkingu sína og getu í 3D prentun og 3D teikningu. Á þessu námskeiði gilda ekki gjafabréf eða önnur afsláttarkjör en niðurgreiðsla til félagsfólks Iðunnar fræðsluseturs.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Auglýsingakerfi Facebook

Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

+ Fleiri námskeið

Verður þú næsti Íslandsmeistari?

Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla og veitingagreinum 2024 fer fram í Hótel og matvælaskólanum þann 2. nóvember. Þau sem fædd eru 2000 og seinna hafa keppnisrétt og má viðkomandi ekki hafa útskrifast innan seinustu tveggja ára. Skráningarfrestur er til 15. október Allar nánari upplýsingar gefur Steinn Óskar Sigurðsson, leiðtogi matvæla og veitingagreina hjá Iðunni fræðslusetri, í netfangi steinn@idan.is.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband