Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Gæðakerfi iðnmeistara - virkniúttekt

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara í byggingagreinum. Tilgangur þess er að auka skilning þátttakenda á uppbyggingu og hlutverki gæðakerfa og hvernig virkniúttekt er framkvæmd á þeim. Farið er í gegnum gæðakerfi sem sniðið er að þörfum iðnmeistara og helstu þætti í virkni þess. Gerð er grein fyrir helstu kröfum sem gerðar til úttekta sem fara fram á framkvæmdatíma. Farið er í gegnum ferli virkniúttektar sem framkvæmd er á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hvaða atriði þurfa að vera í lagi þegar hún fer fram. Til þess að geta tekið að sér verkefni sem eru úttektarskyld þurfa iðnmeistarar að vera með umrætt gæðakerfi. Námskeiðsgögnin geta nýst sem grunnur að gæðakerfi. Leiðbeinandi á námskeiðinu er byggingarstjóri og iðnmeistari og hefur sjálfur farið í gegnum virkniúttektir á eigin gæðakerfum.

Gólfhitastýringar

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem leggja hitalagnir í gólf og þurfa að stilla kerfin. Fjallað erum gerð og eiginleika gólfhitastýringa, helstu kerfisgerðir og uppsetningar. Farið verður yfir gólfhitasýringar Icon 2 og ECL stöðvar og um tengingar og stillingar.

Grunnnámskeið í CABAS

CABAS Grunnnámskeið í útreikningum á tjónuðum ökutækjum er þjálfun fyrir notendur CABAS / CABAS Light til að reikna út skemmdir á (málm, lakki og plasti). Þjálfunin er einnig hentugur fyrir þá sem hafa notað CABAS að einhverju leyti áður og vilja læra Meira.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Auglýsingakerfi Facebook

Á þessu námskeiði er farið í mikilvægi þess að nýta samfélagsmiðla í kynningarstarfi. Farið verður í uppsetningu og rekstur herferða í Facebook Business Manager og uppsetningu á Facebook Pixel. Auglýsingakerfi Facebook er notað til að birta auglýsingar og herferðir á ýmsum samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og Tik Tok.

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

+ Fleiri námskeið

Löggilding mannvirkjahönnuða

Sótt er um þátttöku á námskeiðinu á mínum síðum á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hms.is. Fylgigögn með umsókn eru Staðfest afrit af prófskírteini umsækjanda Staðfesting ráðuneytis um réttindi til starfsheitis Vottorð/um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um mannvirki
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband