Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt við almenn viðhald raf/tvinn bíla. Námskeiðið er þessvegna hannað fyrir þá sem vinna við almennar viðgerðir og viðhald og gætu þurft að þjónusta raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst. Námskeiðið er fyrir þá sem sinna þjónustu og viðhaldi bifreiða ásamt almennum viðgerðum og réttingu og málun. Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með vef og verklegu prófi.
Sjónskoðun málmsuðu er gríðarlega mikilvæg og nauðsynlegt er fyrir alla suðumenn og eftirlitsaðila að tileinka sér þá færni. Námskeiðið á að veita alhliða þekkingu og skilning á kröfum á sjónskoðun málmsuðu (Visual Inspection). Námskeiðinu líkur með prófi og þeir þátttakendur sem standast prófið fá viðurkenningu frá TUV Nord fyrir þáttökuna. Kennarar: Steven Brown, Welding Services Manager Jacob Paul Bailey, ISO3834 & CPR FPC Scheme Manager Kennsla fer fram á ensku.
Þetta námskeið er eingöngu fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Hagnýtt örnámskeið í sex hlutum fyrir alla þá sem vilja nýta betur Microsoft ToDo hugbúnaðinn.
Níu sérlega hagnýt ráð fyrir alla þá sem nýta sér Microsoft Outlook tölvupóstinn í starfi eða frístundum.
Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Dr.Tryggvi Thayer sérfræðingur í nýsköpun útskýrir og gefur dæmi.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00