None
17. febrúar 2023

Fullverkun á lambi - nýtt námskeið!

Fullverkun á lambi - nýtt námskeið!

Nýtt námskeið fyrir matreiðslumenn, matreiðslunemar, matartæknar, matsveinar og starfsfólk í mötuneytum

Þann 4. mars nk. hefst námskeiðið Fullverkun á lambi sem er nýtt námskeið hjá Iðunni. Eins og nafnið gefur til kynna þá verður heill lambaskrokkur úrbeinaður og fullverkaður á námskeiðinu. Þátttakendur fá allt hráefni til notkunar og taka með sér heim þær afurðir sem búnar eru til.

Á námskeiðinu verða sýndar margvíslegar afurðir úr hverjum hluta lambsins og áhersla lögð á hvernig hægt er að nýta skrokkhluta á ólíka vegu. Þátttakendur gera m.a. pylsur, fást við jerky gerð og grafa vöðva. Einnig verður fengist við söltun á rúllupylsu og áleggsgerð. Sýnt verður hvernig á að skjóta í net og búa til kryddblöndur fyrir afurðirnar.

Leiðbeinendur eru Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson sem báðir eru reyndir kjötiðnaðarmenn.

Meðfylgjandi eru stuttir fræðslumolar um handverkfæri og pylsugerð.

  

Fleiri fréttir