Haust 2017

Námskeið og fræðsla

Næst á dagskrá

Nýtt

Leiðir stjórnenda til að efla sköpunargleði og nýsköpun

Á námskeiðinu verður farið yfir einfaldar og gagnlegar aðferðir sem stjórnandinn getur nýtt sér strax til þess að auka nýsköpun innan fyrirtækisins. Lögð verður áhersla á að námskeiðið verði bæði skemmtilegt og lærdómsríkt.

Bókhald fyrir smærri rekstur

Námskeiðið er ætlað einyrkjum eða verktökum með smærri rekstur sem vilja sjá um eigið bókhald. Námskeiðið er verklegt og er unnið í bókhaldskerfinu Regla. Námskeiðið er fyrir byrjendur.

Nýtt

Grunnatriði fjármála fyritækja

Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði fjármála út frá hagnýtu sjónarhorni. Námskeiðið er sérstaklega ætlað stjórnendum sem hafa ekki menntun á sviði viðskiptafræði og vilja ná betri tökum á helstu hugtökum og aðferðafræði reksturs og fjármála.

Á þessu námskeiði verður byggð upp tækni til að ná frekari árangri í því að halda fyrirlestur og tala fyrir framan hóp. Í gegnum markvissar æfingar öðlast þátttakendur meira öryggi í framkomu og geta byggt upp persónulegan frásagnarstíl eftir sínum þörfum.

Lengd

...

Kennari

Þórey Sigþórsdóttir , leikkona og raddkennari

Staðsetning

Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Fullt verð:

31.400 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

19.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeiðið er fyrir nýja stjórnendur og leiðtoga. Skoðað verður hlutverk stjórnenda og leiðtoga og hvað einkennir jákvæðar fyrirmyndir á því sviði. Hugað verður að stefnumótun og markmiðssetningu og hvað einkennir stefnumiðaða stjórnun.

Lengd

...

Kennari

Kristín Baldursdóttir, Cand Oecon, MA og MPA

Staðsetning

Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Fullt verð:

54.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

33.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeiðið er sjálfstætt framhald námskeiðsins „Öflugt sjálfstraust“ sem hefur verið í boði undanfarin ár. Á námskeiðinu er unnið með hvernig hægt er að hámarka árangur og ná fram því besta bæði í lífi og starfi.

Lengd

...

Kennarar

Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur
Bragi Sæmundsson, sálfræðingur

Staðsetning

Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Fullt verð:

26.400 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

15.800 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnámskeið

Ertu með rekstur á eigin kennitölu eða lítið fyrirtæki? Á námskeiðinu er gefið greinagott yfirlit yfir helstu lög og reglugerðir sem varða virðisaukaskatt. Þátttakendur fá svör við algengum spurningum, s.s. hvað er virðisaukaskattur og af hverju er hann reiknaður? Þetta er nauðsynlegt námskeið fyrir alla þá sem eiga að skila virðisaukaskatti af sínum rekstri.

Lengd

...

Kennari

Katrín Helga Reynisdóttir, eigandi Profito bókhaldsstofu

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

8.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök og grunnatriði verkefnastjórnunar.Lögð er áhersla á gerð verkefnisáætlunar sem er grundvöllur að góðri verkefnastjórnun. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hlutverk verkefnastjórans.

Lengd

...

Kennari

Ekki skráður

Staðsetning

Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Fullt verð:

51.200 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

30.700 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Fjarnámskeið

Þeir einstaklingar sem eru með sjálfstæðan rekstur eiga að reikna sér endurgjald (laun) fyrir vinnu sína. Eins og með önnur laun gilda ákveðnar reglur um staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir þessi atriði ásamt fleiri þáttum.

Lengd

...

Kennari

Katrín Helga Reynisdóttir, eigandi Profito bókhaldsstofu

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

8.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Á þessu námskeiði er farið yfir gerð rekstraráætlunar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og hvað hafa ber í huga við slíkt. Þátttakendur gera rekstraráætlun í Excel og læra þannig hvernig slík áætlun er byggð upp og hvernig nýta má hana til að setja upp ólíkar sviðsmyndir í rekstrinum.

Lengd

...

Kennari

Ekki skráður

Staðsetning

Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Fullt verð:

48.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

29.300 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið

Gagnlegar upplýsingar

Hvað kostar á námskeiðin?

Verð á námskeiðum eru alltaf tvö. Fullt verð greiða þeir sem ekki eru aðilar að IÐUNNI.

Hverjir eru aðilar að IÐUNNI fræðslusetri?

Starfsmenn í iðngreinum sem greitt er af símenntunargjald sem rennur til IÐUNNAR.

Hvernig skrái ég mig á námskeið?

Skráning á öll námskeið fer fram hér á vefinum, í tölvupósti á idan@idan.is eða í síma 590 6400.

Fleiri gagnlegar upplýsingar

Skráning á póstlista

RAUNFÆRNIMAT

Langar þig að ljúka námi í þínu fagi?
Ertu 23 ára eða eldri?

Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma. Það getur mögulega stytt skólagöngu þína.

SKOÐA

“Námskeiðin hjá IÐUNNI eru frábær í alla staði, hvort sem er til gagns eða gaman”Björg Gunnarsdóttir, prentsmiður í Litlaprenti
“Ég hef sótt námskeið hjá IÐUNNI undanfarin misseri. Þau hafa gagnast mér vel í mínu starfi.”Gylfi Geir Guðjónsson prentari og verkstjóri hjá Landsprenti

Fyrirtækjaþjónusta

Þarfagreiningu fyrir fræðslu og færni,
áætlun um fræðslu og stefnumótun í fræðslumálum
Við leggjum til lausnir, ýmist sérsniðnar eða finnum það sem hentar
skipulagi og framkvæmd fræðslustefnu

SKOÐA

Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband