Nýverið var haldið námskeið um ræktun ávaxtatrjáa og berjarunna fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar.
Námskeiðið hefur fest sig í sessi fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á ræktun nytjaplantna. Samstarf Iðunnar fræðsluseturs og Garðyrkjuskólans er afar gott og skilar sér í fjölbreyttum og fróðlegum námskeiðum ár hvert.
Á námskeiðinu fræddu Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Garðyrkjuskólans, og Ólafur Sturla Njálsson í Nátthaga þátttakendur um helstu atriði í ræktun þessara plantna, allt frá tegundavali og staðsetningu til næringar, klippingar og umhirðu. Einnig var fjallað um meindýr og sjúkdóma, næringargildi berja og ávaxta og hvernig best er að nýta og geyma afurðirnar.