image description

Bygginga- og mannvirkjagreinar

Markmið Iðunnar fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.

Námskeiðið er ætlað iðnmeisturum byggingarstjórum og öðrum starfsmönnum byggingafyrirtækja sem koma að gæðastýringu verkefna. Tilgangur þess er að þátttakendur verði færir um að halda utan um eigin úttektir og verkferlaskráningu eigin verka sem og utanumhald allra gagna er viðkoma verkinu. Farið verður yfir á einfaldan hátt hvernig hægt er að framfylgja ákvæðum laga og reglugerða um eigin úttektir með stafrænum verkfærum. Námskeiðið er að hluta verklegt og þurfa þátttakendur að koma með snjallsíma eða spjaldtölvu. Sýnt verður á einfaldan hátt hvernig úttektir í máli og myndum fara fram og hvernig eftirvinnslu þeirra skráninga/ganga er háttað. Unnið verður með gæða- og verkefnastýringarkerfið Ajour.

Lengd

...

Kennari

Jóhannes Unnar Barkarson, byggingafræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

1.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.

Lengd

...

Kennari

Jónas Þórðarson, sérfræðingur HMS

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar í samræmi við lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld og hlutverk hans við verkframkvæmdir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Þórunn Sigurðardóttir, verkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

55.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

11.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem vilja afla sér þekkingar á mismunandi gerðum af vélrænum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Farið er í gegnum notkun á mismunandi gerðum lokum sem notaðir eru við þrýstistýringar, þrýstijafnara, mótþrýstiloka, þrýstiminnkara og hitastýriloka. Einnig er fjallað um varmaskipta, hvað þarf að hafa í huga við val á þeim.

Lengd

...

Kennari

Benedikt Ingvason, pípulagningamaður og vélvirki

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem ætla að byggja eða gerast ábyrgðarmenn Svansvottaðra bygginga. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.

Lengd

...

Kennari

Bergþóra Góa Kvaran, sérfræðingur Svansins

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera áhættugreiningar fyrir störf sem unnin eru innan fyrirtækisins. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að gera nýjar áhættugreiningar fyrir störf í bygginga- og mannvirkjagerð hvort sem um er að ræða störf á byggingarstað eða annars staðar. Farið verður yfir kröfur til fyrirtækja um gerð áhættugreininga og verkferla við gerð þeirra. Þátttakendur fá í hendur form til að gera áhættugreiningar og koma út af námskeiðinu með fullbúnar áhættugreiningar sem nýtast þeim við rekstur öryggismála við verklegar framkvæmdir.

Lengd

...

Kennari

Eyjólfur Bjarnason, byggingatæknifræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að fást við raka og myglu í húsum. Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á þessu sviði til að fást við vandamál sem stafa af völdum raka og myglu. Á námskeiðinu verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau.

Lengd

...

Kennari

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er námskeið fyrir byggingamenn sem vilja kynna sér nýungar í þéttiefnum. Markmið þess er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir nýjustu efni og aðferðir við notkun þéttiefna. Fjallað er um efni, verkfæri og áhöld og fá þátttakendur að prófa þéttiefnin.

Lengd

...

Kennari

Agnar Snædahl, byggingaverkfræðingur og húsasmíðameistari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

32.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

8.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir húsasmiði sem vilja læra rétta meðferð á álgluggum, ísetningu og viðhald. Á námskeiðinu er fjallað um framleiðslu og eiginleika álgugga og atriði sem hafa ber í huga við val á gluggum. Einnig er fjallað um ísetningu álglugga og glers og frágang í húsum við íslenskar aðstæður. Ennfremur er fjallað um viðhald álglugga.

Lengd

...

Kennari

Heiðar Víking Eiríksson, byggingatæknifræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

28.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er haldið í samræmi við ákvæði 16. gr. reglugerðar um röraverkpalla nr 729/2018. Það er fyrir alla sem ætla að setja upp röraverkpalla við byggingar og mannvirki. Tilgangur þess er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun röraverkpalla, þar með talið starfsmanna sem starfa á slíkum pöllum eða í námunda við slíka palla, til að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á seinni hluta þess sem er verklegur í staðnámi.

Lengd

...

Kennari

Gísli Bergmann, fallvarnasérfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með krosslímdar timbureiningar (CLT). Fjallað verður um gerð og tegundir eininganna og helstu eiginleika þeirra. Sérstaklega verður fjallað um rakaástand eininganna á uppsetningartíma og varnir á viðkvæmum stöðum í samsetningum. Fjallað verður um raka í timbri, útþornun, mælingaaðferðir og geymslu á byggingarstað. Fjallað um sérstöðu Íslands veðurfræðilega séð og áskoranir tengdu því.

Lengd

...

Kennari

Gústaf Adolf Hermannsson, byggingafræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

28.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kynna sér og/eða framkvæma loftþéttleikamælingar á húsum. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um loftþéttleikamælingar og framkvæmd þeirra. Á námskeiðinu fara fram mælingar á þéttleika tilraunahúss Iðunnar og BYKO sem stendur á lóð Iðunnar og munu allir þátttakendur fá að framkvæma slíkar mælingar.

Lengd

...

Kennari

Ásgeir Valur Einarsson, byggingafræðingur/leiðtogi í sjálfbærni

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er framhaldsnámskeið um raka og myglu í húsum. Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum I. Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum. Farið er yfir aðferðir til að meta myglu, mæla raka í byggingarefnum og fara yfir túlkun niðurstaða. Kynntar verða lauslega niðurstöður rannsókna vegna efnanotkunar og annarra aðferða við hreinsun á myglu. Fjallað verður um enduruppbyggingu og verkferla við hreinsun á afmörkuðum rýmum og bent á atriði til umhugsunar við notkun byggingarefna.

Lengd

...

Kennari

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.

Lengd

...

Kennari

Jónas Þórðarson, sérfræðingur HMS

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Rakaöryggi við hönnun og framkvæmd Þetta námskeið er fyrir aðila sem koma að nýbyggingum eða viðhaldi mannvirkja og hafa lokið námskeiðum Raki og mygla I og II. Markmiðið er að þátttakendur afli sér þekkingar til þess að fyrirbyggja eða lágmarka áhættu á rakaskemmdum við hönnun og framkvæmd bygginga. Farið verður yfir hvað ber að varast við hönnun og framkvæmd og hvað er gott. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra sem taka þátt í umræðum varðandi lausnir. Kennslan fer mikið fram með myndum, yfirferð deilihönnunar, yfirferð rakaflæðis í byggingarhlutum, efnisval og vinnubrögð.

Lengd

...

Kennari

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir fagmenn sem vilja læra að smíða verkfæri. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum að vinna með glóandi járn sem hitað er í afli og slegið er út á steðja á sama máta og gert hefur verið í 2000 ár. Smíðaðir verða ýmsir hlutir sem síðan verða hertir auk einfaldra æfingastykkja. Námskeiðið er að mestu leyti verklegt.

Lengd

...

Kennari

Bjarni Þór Kristjánsson

Staðsetning

Safnasvæðið Akranesi

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn, lagnamenn og aðra sem vinna með plast í sinni vinnu. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við plastsuðu. Fjallað er um plastlagnir almennt, farið er í efnisfræði plastlagnaefnis, undirbúning lagnavinnu og útfærslu hennar. Ítarlega er fjallað um samsetningaraðferðir lagna, viðgerðir og yfirborðsmeðhöndlun. Á námskeiðinu er unnið með spegilsuðu, múffusuðu og skýrslugerð varðandi plastsuðu. Ennfremur er fjallað um HACCP matvælaeftirlitkerfið og hlutverk þess. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.

Lengd

...

Kennari

Hilmar Brjánn Sigurðsson

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.

Lengd

...

Kennari

Jónas Þórðarson, sérfræðingur HMS

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband