image description

Bygginga- og mannvirkjagreinar

Markmið Iðunnar fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.

SikaProof A+ og SikaWaterbar FB125 Þetta námskeið er fyrir þá sem fást við uppsteypu og frágang steyptra veggja í sökklum, kjöllurum og öðrum rýmum sem verða fyrir vatnsálagi sem þarf að þétta fyrir. Farið verður yfir gerðir og helstu eiginleika SikaProof A+ vatnsþéttidúkanna og SikaWaterbar FB125 steypuskilalista og notkunarsvið þeirra í byggingum. Fjallað verður um framkvæmd við undirbúning, uppsetnigu og frágang. Á námskeiðinu verður sýnikennsla á uppsetningu og frágangi efnanna. Námskeiðið fer fram á ensku og verður boðið upp á faglegar skýringar á íslensku. Leiðbeinendur eru sérfræðingar frá Sika í Evrópu. Námskeiðið er haldið í samvinnu við BYKO ​

Lengd

...

Kennari

Erlendir sérfræðingar

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

SikaProof A+ og SikaWaterbar FB125 Þetta námskeið er fyrir þá sem fást við uppsteypu og frágang steyptra veggja í sökklum, kjöllurum og öðrum rýmum sem verða fyrir vatnsálagi sem þarf að þétta fyrir. Farið verður yfir gerðir og helstu eiginleika SikaProof A+ vatnsþéttidúkanna og SikaWaterbar FB125 steypuskilalista og notkunarsvið þeirra í byggingum. Fjallað verður um framkvæmd við undirbúning, uppsetnigu og frágang. Á námskeiðinu verður sýnikennsla á uppsetningu og frágangi efnanna. Námskeiðið fer fram á ensku og verður boðið upp á faglegar skýringar á íslensku. Leiðbeinendur eru sérfræðingar frá Sika í Evrópu. Námskeiðið er haldið í samvinnu við BYKO ​

Lengd

...

Kennari

Erlendir sérfræðingar

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir alla starfsmenn á byggingarvinnustöðum. Markmið þess er að kenna þátttakendum viðbrögð við slysum. Fjallað er um undirstöðuatriði skyndihjálpar og endurlífgunar og þátttakendur fá þjálfun í að veita aðstoð í bráðatilfellum. Farið er yfir hvernig beita megi á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Að loknu námskeiði fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum.

Lengd

...

Kennari

Leiðbeinendur Rauða krossins

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

12.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

3.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

SikaProof A+ og SikaWaterbar FB125 Þetta námskeið er fyrir hönnuði sem fást við hönnun á frágangi steyptra veggja í sökklum, kjöllurum og öðrum rýmum sem verða fyrir vatnsálagi sem þarf að þétta fyrir. Farið verður yfir gerðir og helstu eiginleika SikaProof A+ vatnsþéttidúkanna og SikaWaterbar FB125 steypuskilalista og notkunarsvið þeirra í byggingum. Fjallað verður um framkvæmd við undirbúning, uppsetnigu og frágang. Námskeiðið fer fram á ensku og verður boðið upp á faglegar skýringar á íslensku. Leiðbeinendur eru sérfræðingar frá Sika í Evrópu. Námskeiðið er haldið í samvinnu við BYKO ​

Lengd

...

Kennari

Erlendir sérfræðingar

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.

Lengd

...

Kennari

Erlendir sérfræðingar

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem ætla að byggja eða gerast ábyrgðarmenn Svansvottaðra bygginga. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.

Lengd

...

Kennari

Bergþóra Kvaran, sérfræðingr Svansins

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar á framkvæmdasvæðum og við aðrar aðstæður þar sem unnið er í hæð. Markmið þess er að auka þekkingu þátttakenda á hættum við vinnu í hæð og kenna þeim að nota réttan fallvarnarbúnað. Þannig verði stuðlað að fækkun óhappa og vinnuslysa. Fjallað er um vinnu í hæð og tekin dæmi um hættulegar aðstæður. Farið er yfir notkun á viðeigandi fallvarnarbúnaði og aðrar forvarnir til að verjast fallslysum. Einnig verður fjallað um viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi starfsmanna.

Lengd

...

Kennari

Gísli Bergmann, fallvarnasérfræðingur

Staðsetning

Akureyri, Skipagata 14

Fullt verð:

25.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er framhaldsnámskeið um raka og myglu í húsum. Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum I. Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum. Farið er yfir aðferðir til að meta myglu, mæla raka í byggingarefnum og fara yfir túlkun niðurstaða. Kynntar verða lauslega niðurstöður rannsókna vegna efnanotkunar og annarra aðferða við hreinsun á myglu. Fjallað verður um enduruppbyggingu og verkferla við hreinsun á afmörkuðum rýmum og bent á atriði til umhugsunar við notkun byggingarefna.

Lengd

...

Kennari

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og starfsmenn verktakafyrirtækja sem þurfa að gera tilboð í verkefni og verkhluta. Fjallað er um lög og reglur um útboð og ÍST 30, almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir. Farið er yfir magntölur og magntöku einstakra verkþátta. Fjallað er um einingaverð og útreikning þeirra. Farið yfir tilboðsskrár og tilboðsgerð. Á námskeiðinu eru unnin nokkur verkefni úr hverjum þætti þess.

Lengd

...

Kennari

Elías Bjarnason, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeiðið er ætlað pípulagningamönnum með full sveins- og meistararéttindi og er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem gefur út leyfi til þeirra sem ljúka prófi með fullnægjandi árangri. Farið er yfir hönnun vatnsúðakerfa, staðla, lög og reglugerðir sem eru í gildi. Einnig er farið yfir lagnaefni sem notað er í vatnsúðakerfi sýnd virkni þeirra í sprinkler kennslukerfi IÐUNNAR sem er uppsett í Vatnagörðum.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

55.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

13.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa aðgang að SharePoint á Office 365 til að smíða síður og undirsíður, setja inn og breyta viðeigandi smáforritum. Kennt verður lið fyrir lið að hanna og setja upp m.a. gæðahandbók, svæði fyrir verkmöppur, rafrænar dagbækur, verkbókhald, tímskráningarkerfi, verkfærabókhald, rafrænar skýrslur fyrir aukaverk, breytingar og frábrigði. Hver og einn þáttakandi hannar og aðlagar kerfið að eigin þörfum. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa útbúið öflugt rekstrar- og verkefnasvæði og geta haldið áfram að þróa það eftir þörfum.

Lengd

...

Kennari

Ferdinand Hansen, ráðgjafi í verkefna- og gæðastjórnun

Staðsetning

Fjarnám

Fullt verð:

55.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

13.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir starfsmenn sveitarfélaga, ríkisstofnana og ráðuneyta sem koma að greiningu á áhættu og áfallaþoli. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum hvernig staðið skuli að slíkum greiningum. Öll sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti þurfa að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli fyrir sín málefnasvið í samræmi við lög um almannavarnir nr. 82/2008. Hlutverk Almannavarna er að styðja þessa aðila við þessa vinnu, hafa eftirlit með henni og veita fræðslu eftir þörfum. Til þess að uppfylla þær skyldur í þessu hefur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra unnið leiðbeiningaefni til þess að auðvelda þeim vinnuna. Á námskeiðinu er farið yfir skyldur, ábyrgð og hlutverk aðila og hugtök sem tengjast framkvæmd greiningarinnar. Farið er í gegnum aðferðafræði við greiningu skref fyrir skref ásamt framsetningu, framkvæmd og eftirfylgni. Einnig er fjallað um söfnun upplýsinga og skil á þeim til almannavarna.

Lengd

...

Kennari

Sérfræðingar í áhættugreiningum

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kynna sér og/eða framkvæma loftþéttleikamælingar á húsum. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um loftþéttleikamælingar og framkvæmd þeirra. Á námskeiðinu fara fram mælingar á þéttleika tilraunahúss Iðunnar og BYKO sem stendur á lóð Iðunnar og munu allir þátttakendur fá að framkvæma slíkar mælingar.

Lengd

...

Kennari

Sérfræðingar um málefnið

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

12.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efni sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

25.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir iðnaðar- og tæknifólk sem kemur að efnisvali bygginga og mannvirkja. Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.

Lengd

...

Kennari

Helga María Adolfsdóttir, Byggingafræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn, lagnamenn og aðra sem vinna með plast í sinni vinnu. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við plastsuðu. Fjallað er um plastlagnir almennt, farið er í efnisfræði plastlagnaefnis, undirbúning lagnavinnu og útfærslu hennar. Ítarlega er fjallað um samsetningaraðferðir lagna, viðgerðir og yfirborðsmeðhöndlun. Á námskeiðinu er unnið með spegilsuðu, múffusuðu og extruderingsuðu (þráðsuðu) og skýrslugerð varðandi plastsuðu. Ennfremur er fjallað um HACCP matvælaeftirlitkerfið og hlutverk þess. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.

Lengd

...

Kennari

Hilmar Brjánn Sigurðsson

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem starfa við byggingu og frágang votrýma. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við frágang votrýma til að hindra vatnstjón. Fjallað er um uppbyggingu votrýma og efni sem henta til þeirra hluta. Einnig er fjallað um frágang yfirborðs, þéttingar og þéttilög. Farið er í lagnaleiðir, frágang og þéttingar með lögnum, niðurföllum og hreinlætistækjum. Ennfremur er fjallað um viðhald á votrýmum.

Lengd

...

Kennari

Jón Sigurjónsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir starfsmenn verktakafyrirtækja, iðnmeistara, hönnuði og aðra sem annast val og innkaup á byggingarvörum. Tilgangur þess að þátttakendur kunni skil á CE merkingum á byggingavörum, reglur um þær og geti hagað innkaupum í samræmi við þær.

Lengd

...

Kennari

Þórunn Sigurðardóttir, verkfræðingur

Staðsetning

Akureyri, Skipagata 14

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir húsasmiði sem ætla setja glugga í hús og vilja gera það með sem öruggustum hætti. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um helstu aðferðir við gluggaísetningar og hvaða aðferðir hafa reynst best til á Íslandi. Fjallað er um skilgreiningar á gluggumm CE vottun og kröfur til glugga. Farið er yfir gluggagerðir og aðferðir til ísetningu þeirra í mismunandi gerðir húsa. Fjallað er ítarlega um þéttingar með gluggum, mismunandi aðferðir og þéttiefni. Námskeiðið byggir á lokaverkefni leiðbeinenda í byggingatæknifræði við HR 2019.

Lengd

...

Kennari

Bergþór Ingi Sigurðsson, byggingatæknifræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

25.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir fagmenn sem vilja læra að smíða verkfæri. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum að vinna með glóandi járn sem hitað er í afli og slegið er út á steðja á sama máta og gert hefur verið í 2000 ár. Smíðaðir verða ýmsir hlutir sem síðan verða hertir auk einfaldra æfingastykkja. Námskeiðið er að mestu leyti verklegt.

Lengd

...

Kennari

Bjarni Þór Kristjánsson

Staðsetning

Safnasvæðið Akranesi

Fullt verð:

55.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband