Bygginga- og mannvirkjagreinar
Markmið Iðunnar fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.
Þetta námskeið er fyrir starfsmenn verktakafyrirtækja, iðnmeistara, hönnuði og aðra sem annast val og innkaup á byggingarvörum. Tilgangur þess að þátttakendur kunni skil á CE merkingum á byggingavörum, reglur um þær og geti hagað innkaupum í samræmi við þær.
Lengd
...Kennari
Þórhallur Óskarsson, sérfræðingur HMSStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar í bygginga- og mannvirkjagerð og við aðrar aðstæður þar sem unnið er í hæð. Markmið þess er að auka þekkingu þátttakenda á hættum við vinnu í hæð og kenna þeim að nota réttan fallvarnarbúnað. Þannig verði stuðlað að fækkun óhappa og vinnuslysa. Fjallað er um vinnu í hæð og tekin dæmi um hættulegar aðstæður. Farið er yfir notkun á viðeigandi fallvarnarbúnaði og aðrar forvarnir til að verjast fallslysum. Einnig verður fjallað um viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi starfsmanna.
Lengd
...Kennari
Gísli Bergmann, fallvarnasérfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir húsasmiði sem ætla setja glugga í hús og vilja gera það með sem öruggustum hætti. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um helstu aðferðir við gluggaísetningar og hvaða aðferðir hafa reynst best til á Íslandi. Fjallað er um skilgreiningar á gluggumm CE vottun og kröfur til glugga. Farið er yfir gluggagerðir og aðferðir til ísetningu þeirra í mismunandi gerðir húsa. Fjallað er ítarlega um þéttingar með gluggum, mismunandi aðferðir og þéttiefni. Námskeiðið byggir á lokaverkefni leiðbeinenda í byggingatæknifræði við HR 2019.
Lengd
...Kennari
Bergþór Ingi Sigurðsson, byggingatæknifræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem ætla að byggja eða gerast ábyrgðarmenn Svansvottaðra bygginga. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.
Lengd
...Kennari
Bergþóra Góa Kvaran, sérfræðingur SvansinsStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem leggja hitalagnir í gólf og þurfa að stilla kerfin. Fjallað erum gerð og eiginleika gólfhitastýringa, helstu kerfisgerðir og uppsetningar. Farið verður yfir gólfhitasýringar Icon 2 og ECL stöðvar og um tengingar og stillingar.
Lengd
...Kennari
Haukur Tómasson, rafiðnfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er haldið í samræmi við ákvæði 16. gr. reglugerðar um röraverkpalla nr 729/2018. Það er fyrir alla sem ætla að setja upp röraverkpalla við byggingar og mannvirki. Tilgangur þess er að stuðla að öryggi fólks í tengslum við notkun röraverkpalla, þar með talið starfsmanna sem starfa á slíkum pöllum eða í námunda við slíka palla, til að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Hægt er að sækja bóklega hluta námskeiðsins rafrænt en allir þátttakendur verða að mæta á seinni hluta þess sem er verklegur í staðnámi.
Lengd
...Kennari
Gísli Bergmann, fallvarnasérfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir fólk í bygginga- og mannvirkjageiranum sem kemur að efnisvali og framkvæmdum bygginga og mannvirkja, lífsferilgreining á byggingu kemur að öllu efnismagni byggingarinnar og tengist því þverfaglega inn á mismunandi hönnunarsvið. Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.
Lengd
...Kennari
Helga María Adolfsdóttir, ByggingafræðingurStaðsetning
Akureyri, Símey Þórsstíg 4Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar í samræmi við lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld og hlutverk hans við verkframkvæmdir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Lengd
...Kennari
Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir fagmenn sem vilja læra að smíða verkfæri. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum að vinna með glóandi járn sem hitað er í afli og slegið er út á steðja á sama máta og gert hefur verið í 2000 ár. Smíðaðir verða ýmsir hlutir sem síðan verða hertir auk einfaldra æfingastykkja. Námskeiðið er að mestu leyti verklegt.
Lengd
...Kennari
Bjarni Þór KristjánssonStaðsetning
Safnasvæðið AkranesiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn, lagnamenn og aðra sem vinna með plast í sinni vinnu. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við plastsuðu. Fjallað er um plastlagnir almennt, farið er í efnisfræði plastlagnaefnis, undirbúning lagnavinnu og útfærslu hennar. Ítarlega er fjallað um samsetningaraðferðir lagna, viðgerðir og yfirborðsmeðhöndlun. Á námskeiðinu er unnið með spegilsuðu, múffusuðu og skýrslugerð varðandi plastsuðu. Ennfremur er fjallað um HACCP matvælaeftirlitkerfið og hlutverk þess. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessum fræðslufundi verður fjallað um gervigreind og hvernig hún hefur áhrif á dagleg störf allra í byggingariðnaði. Fjallað verður um notkun gervigreindar við framkvæmdir, vinnu iðnaðarmanna og þeirra sem stjórna byggingaverkefnum. Einnig samskipti milli aðila og rýni hönnunargagna ásamt áætlanagerð. Farið verður lauslega yfir stafræna hönnun og BIM og fjallað verður um tækninýjungar sem stýrast af gervigreind eins og róbóta, dróna o.fl. Að loknum fyrirlestri verða fyrirspurnir og umræður. Fyrirlesari er Hjörtur Sigurðsson hjá Mynstra. Hann hefur um árabil unnið að því að innleiða stafræna tækni í byggingariðnaðinn, með sérstakri áherslu á BIM, gervigreind og stafræn vinnubrögð. Hjörtur hefur víðtæka reynslu af störfum hjá leiðandi verktökum og verkfræðistofum, bæði á Íslandi og erlendis, þar sem hann hefur gegnt lykilhlutverkum í þróun og innleiðingu tæknilausna fyrir byggingariðnaðinn.
Lengd
...Kennari
Ekki skráðurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Lengd
...Kennari
Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir trésmiði sem smíða og setja upp innihurðir og glerveggi. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á smíði, uppsetningu og frágangi brunahólfandi hurða og glugga og efnum sem notuð eru og því hlutverki sem þeir gegna fyrir brunavarnir húsa og öryggi fólks.
Lengd
...Kennari
Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er ætlað pípulagningamönnum, hönnuðum og öðrum sem annast húsumsjón. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um virkni hringrásar-, húskerfa- og þrýstiaukadæla. Farið er yfir helstu atriði sem lúta að útreikningum á flæði og lyftigetu hringrásardæla og er þá horft til algengustu gerða þeirra. Uppsetningu og stillingu á stjórnkerfum dælanna verða gerð góð skil auk þess sem farið verður yfir tengingar við hússtjórnarkerfi. Jafnframt verður farið lauslega yfir þrýstiaukadælur fyrir t.d. hærri byggingar.
Lengd
...Kennari
Björn Ágúst Björnsson, pípulagningameistariStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með krosslímdar timbureiningar (CLT). Fjallað verður um gerð og tegundir eininganna og helstu eiginleika þeirra. Sérstaklega verður fjallað um rakaástand eininganna á uppsetningartíma og varnir á viðkvæmum stöðum í samsetningum. Fjallað verður um raka í timbri, útþornun, mælingaaðferðir og geymslu á byggingarstað. Fjallað um sérstöðu Íslands veðurfræðilega séð og áskoranir tengdu því.
Lengd
...Kennari
Gústaf Adolf Hermannsson, byggingafræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta er framhaldsnámskeið um raka og myglu í húsum. Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum I. Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum. Farið er yfir aðferðir til að meta myglu, mæla raka í byggingarefnum og fara yfir túlkun niðurstaða. Kynntar verða lauslega niðurstöður rannsókna vegna efnanotkunar og annarra aðferða við hreinsun á myglu. Fjallað verður um enduruppbyggingu og verkferla við hreinsun á afmörkuðum rýmum og bent á atriði til umhugsunar við notkun byggingarefna.
Lengd
...Kennari
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er ætlað pípulagningamönnum með full sveins- og meistararéttindi og er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem gefur út leyfi til þeirra sem ljúka prófi með fullnægjandi árangri. Farið er yfir hönnun vatnsúðakerfa, staðla, lög og reglugerðir sem eru í gildi. Einnig er farið yfir lagnaefni sem notað er í vatnsúðakerfi sýnd virkni þeirra í sprinkler kennslukerfi IÐUNNAR sem er uppsett í Vatnagörðum.
Lengd
...Kennari
Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta er námskeið fyrir pípulagningamenn sem vilja leggja gaslagnir með réttum hætti. Á námskeiðinu er fjallað um lagnir fyrir gas í íbúðarhúsnæði, veitingahúsum, sumarhúsum og iðnaði. Kynnt efni til gaslagna, tenging röra og tækja. Farið í gastæki vegna suðu, upphitunar og geymslu á gasi.
Lengd
...Kennari
Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem standa í byggingaframkvæmdum og vilja koma í veg fyrir eldsvoða við þær. Markmið þess er að fara yfir það sem skiptir mestu máli þegar kemur að brunavörnum bygginga á framkvæmdatímanum.
Lengd
...Kennari
Davíð Sigurður Snorrason, byggingar- og brunaverkfræðingurStaðsetning
Akureyri, Símey Þórsstíg 4Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta er námskeið fyrir fagmenn í byggingariðnaði sem starfa við frágang veggja, lofta, gólfa og annarra byggingarhluta. Markmið þess er að kenna þátttakendum réttan frágang og grundvallaratriði varðandi hljóðvist. Fjallað er um hljóðeinangrun, hljóðhöggeinangrun, hljóðísog, ómtíma og önnur atriði sem snerta hljóðvist. Farið er yfir frágang og notkun byggingarefna sem henta hverju tilfelli fyrir sig.