image description

Bygginga- og mannvirkjagreinar

Markmið Iðunnar fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara í byggingagreinum. Tilgangur þess er að auka skilning þátttakenda á uppbyggingu og hlutverki gæðakerfa og hvernig virkniúttekt er framkvæmd á þeim. Farið er í gegnum gæðakerfi sem sniðið er að þörfum iðnmeistara og helstu þætti í virkni þess. Gerð er grein fyrir helstu kröfum sem gerðar til úttekta sem fara fram á framkvæmdatíma. Farið er í gegnum ferli virkniúttektar sem framkvæmd er á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hvaða atriði þurfa að vera í lagi þegar hún fer fram. Til þess að geta tekið að sér verkefni sem eru úttektarskyld þurfa iðnmeistarar að vera með umrætt gæðakerfi. Námskeiðsgögnin geta nýst sem grunnur að gæðakerfi. Leiðbeinandi á námskeiðinu er byggingarstjóri og iðnmeistari og hefur sjálfur farið í gegnum virkniúttektir á eigin gæðakerfum.

Lengd

...

Kennari

Böðvar Ingi Guðbjartsson, framhaldsskólakennari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

28.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem leggja hitalagnir í gólf og þurfa að stilla kerfin. Fjallað erum gerð og eiginleika gólfhitastýringa, helstu kerfisgerðir og uppsetningar. Farið verður yfir gólfhitasýringar Icon 2 og ECL stöðvar og um tengingar og stillingar.

Lengd

...

Kennari

Haukur Tómasson, rafiðnfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

28.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir húsasmiði sem ætla setja glugga í hús og vilja gera það með sem öruggustum hætti. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um helstu aðferðir við gluggaísetningar og hvaða aðferðir hafa reynst best til á Íslandi. Fjallað er um skilgreiningar á gluggumm CE vottun og kröfur til glugga. Farið er yfir gluggagerðir og aðferðir til ísetningu þeirra í mismunandi gerðir húsa. Fjallað er ítarlega um þéttingar með gluggum, mismunandi aðferðir og þéttiefni. Námskeiðið byggir á lokaverkefni leiðbeinenda í byggingatæknifræði við HR 2019.

Lengd

...

Kennari

Bergþór Ingi Sigurðsson, byggingatæknifræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

36.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er framhaldsnámskeið um raka og myglu í húsum. Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum I. Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum. Farið er yfir aðferðir til að meta myglu, mæla raka í byggingarefnum og fara yfir túlkun niðurstaða. Kynntar verða lauslega niðurstöður rannsókna vegna efnanotkunar og annarra aðferða við hreinsun á myglu. Fjallað verður um enduruppbyggingu og verkferla við hreinsun á afmörkuðum rýmum og bent á atriði til umhugsunar við notkun byggingarefna.

Lengd

...

Kennari

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeiðið er byggt á kröfum opinberra verkkaupa um gæðastjórnun og bókinni Verkefna- og gæðastjórnun - Handbók stjórnenda við mannvirkjagerð. Námskeiðið er ætlað stjórnendum og eftirlitsaðilum við mannvirkjagerð. Farið er í saumana á kröfum opinberra verkkaupa og kröfum í byggingareglugerð og sýnd dæmi um verklagsreglur, áætlanir og eftirlitsblöð. Á námskeiðinu fá þátttakendur góða yfirsýn yfir nauðsynlega verkferla frá upphafi verks til verkloka og eru færir um að útbúa og leggja fram nauðsynleg gögn samkvæmt kröfum opinberra verkkaupa og byggingarreglugerðar um gæðatryggingu.

Lengd

...

Kennari

Ferdinand Hansen, ráðgjafi í verkefna- og gæðastjórnun

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

48.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

12.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með krosslímdar timbureiningar (CLT). Fjallað verður um gerð og tegundir eininganna og helstu eiginleika þeirra. Sérstaklega verður fjallað um rakaástand eininganna á uppsetningartíma og varnir á viðkvæmum stöðum í samsetningum. Fjallað verður um raka í timbri, útþornun, mælingaaðferðir og geymslu á byggingarstað. Fjallað um sérstöðu Íslands veðurfræðilega séð og áskoranir tengdu því.

Lengd

...

Kennari

Gústaf Adolf Hermannsson, byggingafræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

28.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir verðandi iðnmeistara. Tilgangur þess er að auka skilning þátttakenda á uppbyggingu og hlutverki gæðakerfa og hvernig virkniúttekt er framkvæmd á þeim. Farið er í gegnum gæðakerfi sem sniðið er að þörfum iðnmeistara og helstu þætti í virkni þess. Gerð er grein fyrir helstu kröfum sem gerðar til úttekta sem fara fram á framkvæmdatíma. Farið er í gegnum ferli virkniúttektar sem framkvæmd er á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hvaða atriði þurfa að vera í lagi þegar hún fer fram. Til þess að geta tekið að sér verkefni sem eru úttektarskyld þurfa iðnmeistarar að vera með umrætt gæðakerfi. Námskeiðsgögnin geta nýst sem grunnur að gæðakerfi. Leiðbeinandi á námskeiðinu er byggingarstjóri og iðnmeistari og hefur sjálfur farið í gegnum virkniúttektir á eigin gæðakerfum.

Lengd

...

Kennari

Böðvar Ingi Guðbjartsson, framhaldsskólakennari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

Fullt! - Skrá mig á biðlista! Nánari upplýsingar

Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar í bygginga- og mannvirkjagerð og við aðrar aðstæður þar sem unnið er í hæð. Markmið þess er að auka þekkingu þátttakenda á hættum við vinnu í hæð og kenna þeim að nota réttan fallvarnarbúnað. Þannig verði stuðlað að fækkun óhappa og vinnuslysa. Fjallað er um vinnu í hæð og tekin dæmi um hættulegar aðstæður. Farið er yfir notkun á viðeigandi fallvarnarbúnaði og aðrar forvarnir til að verjast fallslysum. Einnig verður fjallað um viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi starfsmanna.

Lengd

...

Kennari

Gísli Bergmann, fallvarnasérfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

25.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er námskeið fyrir pípulagningamenn sem vilja leggja gaslagnir með réttum hætti. Á námskeiðinu er fjallað um lagnir fyrir gas í íbúðarhúsnæði, veitingahúsum, sumarhúsum og iðnaði. Kynnt efni til gaslagna, tenging röra og tækja. Farið í gastæki vegna suðu, upphitunar og geymslu á gasi.

Lengd

...

Kennari

Þráinn Sigurðsson, gassérfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

36.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

Akranes

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem standa í byggingaframkvæmdum og vilja koma í veg fyrir eldsvoða við þær. Markmið þess er að fara yfir það sem skiptir mestu máli þegar kemur að brunavörnum bygginga á framkvæmdatímanum.

Lengd

...

Kennari

Davíð Sigurður Snorrason, byggingar- og brunaverkfræðingur

Staðsetning

Akureyri, Símey Þórsstíg 4

Fullt verð:

36.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir fagmenn sem annast uppsetningu og viðhald á hurðum og búnaði þeirra. Markmið þess er að auka þekkingu þátttakenda á þessu sviði. Á námskeiðinu verður fjallað um ýmsar tegundir hurða og búnað sem fylgir þeim s.s. mismunandi láshús, sylendra, lamir, felliþröskulda, hurðardælur o.fl. Farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að viðhaldi og endurnýjun og innsýn veitt í hver munur er milli búnaðar frá hinum ýmsu framleiðendum m.t.t. staðla.

Lengd

...

Kennari

Haldor Gunnar Haldorsen, sérfræðingur í hurðabúnaði

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

28.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeiðið er ætlað pípulagningamönnum með full sveins- og meistararéttindi og er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem gefur út leyfi til þeirra sem ljúka prófi með fullnægjandi árangri. Farið er yfir hönnun vatnsúðakerfa, staðla, lög og reglugerðir sem eru í gildi. Einnig er farið yfir lagnaefni sem notað er í vatnsúðakerfi sýnd virkni þeirra í sprinkler kennslukerfi IÐUNNAR sem er uppsett í Vatnagörðum.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að nota rennibekk við trésmíðar. Markmið þess er að kenna þátttakendum meðferð efnis og véla í vinnu við trérennismíði. Farið er í undirstöðuatriði varðandi notkun rennibekkja og verklegar æfingar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Félag trérennismiða.

Lengd

...

Kennari

Magnús Kristmannsson, húsasmíðameistari

Staðsetning

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, verknámshús Hraunbergi 8

Fullt verð:

80.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

18.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn, lagnamenn og aðra sem vinna með plast í sinni vinnu. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við plastsuðu. Fjallað er um plastlagnir almennt, farið er í efnisfræði plastlagnaefnis, undirbúning lagnavinnu og útfærslu hennar. Ítarlega er fjallað um samsetningaraðferðir lagna, viðgerðir og yfirborðsmeðhöndlun. Á námskeiðinu er unnið með spegilsuðu, múffusuðu og skýrslugerð varðandi plastsuðu. Ennfremur er fjallað um HACCP matvælaeftirlitkerfið og hlutverk þess. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.

Lengd

...

Kennari

Hilmar Brjánn Sigurðsson

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

Fullt! - Skrá mig á biðlista! Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og verktaka sem selja út efni, vinnu og tæki. Markmið þess er að kenna þátttakendum útreikning á nauðsynlegri álagningu á tilboðs- og tímavinnu. Á námskeiðinu er stuðst við reiknilíkön í excel ásamt nýrri útgáfu af forritinu TAXTA og er kennd notkun á TAXTA ásamt reiknilíkönum í excel. Þátttakendur eiga að mæta með tölvu á námskeiðið.

Lengd

...

Kennari

Ferdinand Hansen, ráðgjafi í verkefna- og gæðastjórnun

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

36.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

Akureyri, Símey Þórsstíg 4

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Rakaöryggi við hönnun og framkvæmd Þetta námskeið er fyrir aðila sem koma að nýbyggingum eða viðhaldi mannvirkja og hafa lokið námskeiðum Raki og mygla I og II. Markmiðið er að þátttakendur afli sér þekkingar til þess að fyrirbyggja eða lágmarka áhættu á rakaskemmdum við hönnun og framkvæmd bygginga. Farið verður yfir hvað ber að varast við hönnun og framkvæmd og hvað er gott. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra sem taka þátt í umræðum varðandi lausnir. Kennslan fer mikið fram með myndum, yfirferð deilihönnunar, yfirferð rakaflæðis í byggingarhlutum, efnisval og vinnubrögð.

Lengd

...

Kennari

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir alla starfsmenn á byggingarvinnustöðum. Markmið þess er að kenna þátttakendum viðbrögð við slysum. Fjallað er um undirstöðuatriði skyndihjálpar og endurlífgunar og þátttakendur fá þjálfun í að veita aðstoð í bráðatilfellum. Farið er yfir hvernig beita megi á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Að loknu námskeiði fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum.

Lengd

...

Kennari

Leiðbeinendur Rauða krossins

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

12.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

3.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

+ Fleiri námskeið
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband