image description

Bygginga- og mannvirkjagreinar

Markmið Iðunnar fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.

Þetta námskeið er fyrir alla starfsmenn í bygginga- og mannvirkjagreinum. Tilgangur þess er að kynna þátttakendum mikilvægi persónuhlífa. Þegar notaðar eru persónuvarnir verður notandinn að vita að þær séu réttar fyrir hvert verkefni, passi á viðkomandi og standist staðla og kröfur. Á þessu námskeiði komumst við nær því að skilja virkni og getu persónuhlífa ásamt því að kynnast stöðlum sem eru nauðsynlegir til að tryggja öryggi okkar. Farið verður yfir flestar gerðir persónuhlífa eins og hjálma, heyrnahlífar, gleraugu, skó, hanska og annan fatnað. Á námskeiðinu verða sýndar nýjustu gerðir persónuhlífa sem henta við mismunandi aðstæður. ​

Lengd

...

Kennari

Óskar Þór Hjaltason, ráðgjafi í öryggismálum og vinnuvernd

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

18.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn og aðra fagaðila í vatnslagnaiðnaði. Fjallað er um tæknilega tengiskilmála hita- og vatnsveitna og staðbundin tengiskilyrði. Farið er yfir húsveitugrindur veitna og hlutverk þeirra, einnig stjórngrindur fyrir lagnakerfi húsa og forsendur fyrir hönnun þeirra. Farið er yfir lagnaframkvæmd, frágang og umhirðu stjórngrinda. Einnig er fjallað um gæðakerfi og hlutverk þeirra.

Lengd

...

Kennari

Svavar Tryggvi Ómar Óskarsson, ráðgjafi

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna með krosslímdar timbureiningar (CLT). Fjallað verður um gerð og tegundir eininganna og helstu eiginleika þeirra. Sérstaklega verður fjallað um rakaástand eininganna á uppsetningartíma og varnir á viðkvæmum stöðum í samsetningum. Fjallað verður um raka í timbri, útþornun, mælingaaðferðir, geymsla á byggingarstað. Fjallað um sérstöðu Íslands veðurfræðilega séð og áskoranir tengdu því.

Lengd

...

Kennari

Gústaf Adolf Hermannsson, byggingafræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

25.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er námskeið fyrir pípulagningamenn sem vilja leggja gaslagnir með réttum hætti. Á námskeiðinu er fjallað um lagnir fyrir gas í íbúðarhúsnæði, veitingahúsum, sumarhúsum og iðnaði. Kynnt efni til gaslagna, tenging röra og tækja. Farið í gastæki vegna suðu, upphitunar og geymslu á gasi.

Lengd

...

Kennari

Þráinn Sigurðsson, gassérfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

36.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir iðnaðar- og tæknifólk sem kemur að efnisvali bygginga og mannvirkja. Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.

Lengd

...

Kennari

Helga María Adolfsdóttir, Byggingafræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að smíða sólpalla og skjólgirðingar. Skoðaðar eru ýmsar útfærslur og hvernig hægt er að mynda gott samræmi milli húss, palls og skjólgirðinga. Sérstaklega er fjallað um skjól sem er forsenda þess að góðir útivistardagar á pallinum verði sem flestir. Farið er yfir gerð grindarteikninga, útfærslu og smíði. Einnig er farið yfir helstu timburtegundir, festingar, undirstöður og frágang.

Lengd

...

Kennari

Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt

Staðsetning

Akureyri, Símey Þórsstíg 4

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeiðið er ætlað iðnmeisturum byggingarstjórum og öðrum starfsmönnum byggingafyrirtækja sem koma að gæðastýringu verkefna. Tilgangur þess er að þátttakendur verði færir um að halda utan um eigin úttektir og verkferlaskráningu eigin verka sem og utanumhald allra gagna er viðkoma verkinu. Farið verður yfir á einfaldan hátt hvernig hægt er að framfylgja ákvæðum laga og reglugerða um eigin úttektir með stafrænum verkfærum. Námskeiðið er að hluta verklegt og þurfa þátttakendur að koma með snjallsíma eða spjaldtölvu. Sýnt verður á einfaldan hátt hvernig úttektir í máli og myndum fara fram og hvernig eftirvinnslu þeirra skráninga/ganga er háttað. Unnið verður með gæða- og verkefnastýringarkerfið Ajour.

Lengd

...

Kennari

Jóhannes Unnar Barkarson, byggingafræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að fást við raka og myglu í húsum. Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á þessu sviði til að fást við vandamál sem stafa af völdum raka og myglu. Á námskeiðinu verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau.

Lengd

...

Kennari

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn og aðra fagaðila í vatnslagnaiðnaði. Fjallað er um tæknilega tengiskilmála hita- og vatnsveitna og staðbundin tengiskilyrði. Farið er yfir húsveitugrindur veitna og hlutverk þeirra, einnig stjórngrindur fyrir lagnakerfi húsa og forsendur fyrir hönnun þeirra. Farið er yfir lagnaframkvæmd, frágang og umhirðu stjórngrinda. Einnig er fjallað um gæðakerfi og hlutverk þeirra.

Lengd

...

Kennari

Svavar Tryggvi Ómar Óskarsson, ráðgjafi

Staðsetning

Akureyri, Símey Þórsstíg 4

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að smíða sólpalla og skjólgirðingar. Skoðaðar eru ýmsar útfærslur og hvernig hægt er að mynda gott samræmi milli húss, palls og skjólgirðinga. Sérstaklega er fjallað um skjól sem er forsenda þess að góðir útivistardagar á pallinum verði sem flestir. Farið er yfir gerð grindarteikninga, útfærslu og smíði. Einnig er farið yfir helstu timburtegundir, festingar, undirstöður og frágang.

Lengd

...

Kennari

Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

45.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum notkun þeirra. Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).

Lengd

...

Kennari

Kennarar Garðyrkjuskólans

Staðsetning

Garðyrkjuskólinn, Reykjum Ölfusi

Fullt verð:

32.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

8.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur

Staðsetning

Akureyri, Símey Þórsstíg 4

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er framhaldsnámskeið um raka og myglu í húsum. Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum I. Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum. Farið er yfir aðferðir til að meta myglu, mæla raka í byggingarefnum og fara yfir túlkun niðurstaða. Kynntar verða lauslega niðurstöður rannsókna vegna efnanotkunar og annarra aðferða við hreinsun á myglu. Fjallað verður um enduruppbyggingu og verkferla við hreinsun á afmörkuðum rýmum og bent á atriði til umhugsunar við notkun byggingarefna.

Lengd

...

Kennari

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

7.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar í samræmi við lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld og hlutverk hans við verkframkvæmdir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lengd

...

Kennari

Þórunn Sigurðardóttir, verkfræðingur

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

55.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

11.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er ætlað verktökum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja. Markmið þess er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarendum. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir lög og reglugerðir, flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun tegundir og umferðarstjórn. Einnig umgengnisreglur, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit og rammareglur um merkingar vinnusvæðis/framkvæmdasvæðis. Ennfremur um varnar- og merkingarbúnað, ljósabúnað, merkjavagna, vinnutæki og öryggisbúnað. Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.

Lengd

...

Kennari

Kennarar háskólans

Staðsetning

Háskólinn í Reykjavík

Fullt verð:

93.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

19.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.

Lengd

...

Kennari

Ólöf Salmon Guðmundsdóttir

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Þetta er grunnnámskeið um smíði trébáta. Fjallað er um gerðir trébáta og aðferðir sem notaðar eru við smíði og frágang á þeim. Farið er í gegnum grundvallaratriði í smíði og munu þátttakendur leggja kjöl og byrðing auk annarra verklegra þátta. Námsefni er m.a. Leiðarvísir að bátasmíði, tveir mynddiskar þar sem fylgst er með smíði báts frá kili að sjósetningu. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Bátasafn Breiðafjarðar.

Lengd

...

Kennari

Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

60.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

15.000 kr.-

Fullt! - Skrá mig á biðlista! Nánari upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband