Fréttir
13. mars 2020

Eingöngu fjarkennsla hjá IÐUNNI fræðslusetri

Eingöngu fjarkennsla hjá IÐUNNI fræðslusetri

Næstu fjórar vikurnar verður námsframboð og kennsla með öðrum hætti en vant er. Við fylgjum tilmælum stjórnvalda og fellum niður staðbundin námskeið en bjóðum þess í stað upp á fjarkennslu þar sem því verður viðkomið.

Í upphafi næstu viku kynnum við nýtt og fjölbreytt námskeiðsframboð á vefnum. Fyrirlestra, kveikjur, podköst og ýmiskonar myndskeið frá okkar færustu sérfræðingum.

Skrifstofa IÐUNNAR verður áfram opin og við vekjum einnig athygli á því að hægt að hafa samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða spjallvettvang á heimsíðu.

Fleiri fréttir