Fréttir
17. september 2025

Fjöldi nýsveina fékk afhent sveinsbréf

Fjöldi nýsveina fékk afhent sveinsbréf

Nýsveinar og aðstandendur þeirra fjölmenntu á hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gær.

Það var glæsilegur hópur nýsveina sem fékk sveinsbréfin sín afhend við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gær. 

Alls útskrifuðust nýsveinar úr 12 greinum, en þær eru:

  • Matreiðsla
  • Framreiðsla
  • Bakaraiðn
  • Kjötiðn
  • Bílamálun
  • Bifreiðasmíði
  • Húsasmíði
  • Húsgagnasmíði
  • Pípulagnir
  • Málaraiðn
  • Múraraiðn
  • Veggfóðrun og dúkalögn

244 nýsveinar fengu gjafabréf á námskeið frá Iðunni og aðrar gjafir frá sínum fagfélögum og meistarafélögum. Einnig gáfu nokkur fyrirtæki gjafir til nýsveina sinna greina. Þá voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunnir á sveinsprófi í hverri grein.

Um 600 gestir mættu á Nordica til að samfagna með nýsveinunum. 

Leikkonan og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir lyfti upp stemningunni og fór með gamanmál.

Á meðal nýsveina var Hera Björk Jóhannesdóttir sem gladdist yfir því að vera að klára sveinspróf bæði í bílamálun og bifreiðasmíði. Þá tóku feðgarnir Guðni Magni Kristjánsson og Nökkvi Hrafn Guðnason báðir við sveinsbréfum sínum í veggfóðrun og dúklagningu. 

Við óskum nýsveinum hjartanlega til hamingju með áfangann og bjóðum þá velkomna í hóp fagfólks í iðnaði.

Fleiri fréttir