Fyrsta námskeið Öryggisskólans er komið á dagskrá. Það fer fram í kennslustofu á Stórhöfða 27 og hefst þann 20.febrúar.
Námskeiðið, Aukið öryggi í bygginga- og mannvirkjagreinum, er hugsað fyrir stjórnendur, verkstjóra, verkefnastjóra og aðra lykilaðila sem koma að skipulagi og stjórnun vinnustaða í þessum greinum. Á námskeiðinu er vel farið yfir nýja og hagnýta nálgun í öryggisfræðslu sem styður teymi við að skapa vinnuumhverfi þar sem traust, gagnsæ samskipti og stöðugur lærdómur eru í forgrunni. Mikil áhersla er lögð á raunhæfar aðferðir sem þátttakendur geta innleitt strax í sínum daglegu störfum.
Skráning fer fram beint á nýjum vefÖryggisskólans, þar sem einnig er að finna fræðsluefni. Vefurinn gegnir lykilhlutverki sem miðstöð upplýsinga um öryggis- og vinnuverndarnámskeið fyrir íslenskan iðnað.
Þar verður að finna skýrar upplýsingar um komandi námskeið, skráningarferli, markmið skólans og hvernig fræðsla er uppbyggð. Öryggisskólinn er í sameiginlegri eigu Iðunar fræðsluseturs og Rafmenntar, og stefnir að þvía ð efla öryggismenningu og draga úr vinnuslysum innan iðnaðarins.
Á komandi misserum mun skólinn bjóða fleiri námskeið sem byggja ofan á þessa grunnnálgun við að efla öryggismenningu á vinnustöðum.