Alls fengu 76 nýsveinar í sex iðngreinum sveinsbréfin sín afhent við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í dag.
Afhent voru sveinsbréf í eftirfarandi greinum:
Flestir útskrifuðustu úr hársnyrtiiðn eða 29 nýsveinar og fæstir í prentun eða einn nýsveinn. Ari Eldjárn skemmti að lokinni afhendingu eins og honum einum er lagið.
Leiðtogi Iðunnar í bílgreinum var á staðnum til að kynna námskeiðsframboð og þjónustu Iðunnar fyrir fagfólk í greininni. Einnig voru kynntir möguleikar nýsveina á styrkjum til vinnustaðanáms í Evrópu.
Iðan óskar nýsveinum innilega til hamingju með áfangann.