Hlaðvarpsþáttur um nýjustu strauma og tækifæri í starfsþróun, áhrif stafrænnar umbreytingar, hlutverk örviðurkenninga og leiðir til að efla norrænt samstarf á þessu sviði.
Velkomin í þennan sérstaka hlaðvarpsþátt sem var tekinn upp í Reykjavík í tengslum við undirbúningsheimsókn Nordplus. Að þessu sinni fengum við til liðs við okkur Bo Erik Strömback, Josefin Born Nilson, Martin Nielsen og Jytte Eikenes til að ræða framtíð símenntunar á Norðurlöndum.
Við veltum fyrir okkur nýjustu straumum og tækifærum í starfsþróun, áhrifum stafrænnar umbreytingar, hlutverki örviðurkenninga og leiðum til að efla norrænt samstarf á þessu sviði.