Fanney Ösp Finnsdóttir var dregin út í lukkuleik Iðunnar en í pottnum voru þátttakendur á MCEU námskeiðum.
Fanney Ösp er starfsmaður hjá Bláa Lóninu og fékk í verðlaun gjafakort í Kringluna. Hún tók allar fimm vefnámsleiðirnar sem í boði voru af MCEU námskeiðum.
Námsleiðirnar eru tilraunaverkefni og þróaðar fyrir hótel, -veitinga og ferðaþjónustu, þar með taldar heilsulindir.
Fanneyju fannst námskeiðin aðgengileg og mikill kostur að geta tekið þau hvar og hvenær sem er, allt eftir hentugleika. „Mér fannst gott hve námskeiðin voru stutt og hnitmiðuð,“ sagði Fanney og fannst líka áhugavert að með því að taka allar námsleiðirnar fékk hún innsýn í mismunandi störf og starfsumhverfi.