Fréttir
30. júní 2025

Iðan fær Erasmus+ þróunarstyrk

Iðan fær Erasmus+ þróunarstyrk

Iðan fræðslusetur hefur fengið styrk til þróa evrópska gæðamerkið EQAMOB (European Quality Assurance in Mobility).

Styrkurinn sem er 36 milljónir kr. gengur út á að uppfæra þau gæðaviðmið sem fyrirmyndarfyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að taka þátt í náms- og starfsmannaskiptum í Erasmus+ áætluninni.

Fyrirmyndarfyrirtæki eru þau fyrirtæki sem nú uppfylla gæðaviðmið EQAMOB en ganga töluvert lengra en önnur fyrirtæki í áherslum sem styrkja nám og störf nema og nýsveina, til dæmis í málefnum sem varða sjálfbærni og inngildingu.

Dæmi um íslensk fyrirmyndarfyrirtæki eru Askja, Veisluþjónusta Hörpu tónlistarhúss og AH pípulagnir.

Í þróunarvinnu alþjóðateymis Iðunnar fræðsluseturs verður kastljósinu beint að því að þróa örnám um það hvernig fyrirtækin geta stutt betur við nema, nýsveina og fagfólk.

Örnámið verður byggt á viðmiðum Evrópusambandsins (A European Approach to micro-credentials). Verkefnið hefst 1.nóvember og er til þriggja ára. Nánari upplýsingar: [email protected]

Fleiri fréttir