Fréttir
12. nóvember 2025

Iðngreinar í fókus – hefjum samtalið!

Iðngreinar í fókus – hefjum samtalið!

Við hjá Iðunni fræðslusetri, í samstarfi við Byggiðn, FMA og FIT, bjóðum félagsfólki á Norðurlandi til opins fundar þar sem iðngreinar og fræðsluþarfir verða í brennidepli. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir samtal um hvernig fræðsla getur þróast í takt við raunverulegar þarfir félagsfólks.

Fundurinn, sem haldinn verður í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 19. nóvember kl. 17:00–19:00, er kjörið tækifæri fyrir félagsfólk og iðnaðarmenn að koma sínum skoðunum á framfæri. Hvar er fræðsluþörfin mest? Hvernig getur Iðan best stutt við starfsfólk í iðngreinum og hjálpað til við að efla færni, þekkingu og framtíðartækifæri?

Fundarstjóri verður hinn skemmtilegi Vilhjálmur B. Bragason – Villi vandræðaskáld, sem mun halda utan um lifandi og jákvætt samtal.

Dagskrá kvöldsins

  • Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri opnar fundinn
  • Benedikt Barðason, skólameistari VMA
  • Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar – kynnir starfsemi og framtíðarsýn
  • Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina
  • Sigurveinn Óskar Grétarsson , leiðtogi málm- og véltæknigreina
  • Sigurður Svavarsson, leiðtogi bílgreina
  • Reynslusaga úr iðngrein

Að dagskrá lokinni verður kaffistofuspjall þar sem þátttakendur geta rætt sínar hugmyndir og deilt reynslu. Þín rödd skiptir máli – saman mótum við fræðslu framtíðarinnar. Endilega meldið ykkur á viðburðinn hér.

Léttar veitingar og skemmtilegur bónus

Boðið verður upp á léttar veitingar og hlýlega stemningu. Allir sem mæta og skrá sig á póstlista Iðunnar taka þátt í útdrætti um námskeið að eigin vali hjá Iðunni fræðslusetri – frábært tækifæri til að efla eigin færni!

Fleiri fréttir