Við hjá Iðunni fræðslusetri, í samstarfi við Byggiðn, FMA og FIT, bjóðum félagsfólki á Norðurlandi til opins fundar þar sem iðngreinar og fræðsluþarfir verða í brennidepli. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir samtal um hvernig fræðsla getur þróast í takt við raunverulegar þarfir félagsfólks.
Fundurinn, sem haldinn verður í Hofi á Akureyri miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17:00–19:00, er kjörið tækifæri fyrir félagsfólk og iðnaðarmenn að koma sínum skoðunum á framfæri. Hvar er fræðsluþörfin mest? Hvernig getur Iðan best stutt við starfsfólk í iðngreinum og hjálpað til við að efla færni, þekkingu og framtíðartækifæri?
Fundarstjóri verður Stefán Valmundarson.
Að dagskrá lokinni verður kaffistofuspjall þar sem þátttakendur geta rætt sínar hugmyndir og deilt reynslu. Harpa Björg Guðfinnsdóttir opnar spjallið og kynnir niðurstöður könnunar úr sal. hér.
Panell:• Andri Ólafsson – Slippnum• Arnþór Örlygsson – Kraftbílum• Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir – SI• Unnur Ása Atladóttir – VMA
Boðið verður upp á léttar veitingar og hlýlega stemningu. Allir sem mæta og skrá sig á póstlista Iðunnar taka þátt í útdrætti um námskeið að eigin vali hjá Iðunni fræðslusetri – frábært tækifæri til að efla eigin færni!