Fræðsla - Á vettvangi
09. júlí 2025

Kynntu sér MSc-nám í suðutækni við Cranfield-háskóla

Kynntu sér MSc-nám í suðutækni við Cranfield-háskóla

Mikil þróun á sér stað í námi í málm- og véltæknigreinum. Í Bretlandi er boðið upp á nám á meistarastigi í suðufræðum.

Nýverið fóru þeir Sigursveinn Óskar Grétarsson, leiðtogi málm- og véltæknigreina og Hilmar Brjánn Sigurðsson sérfræðingur í suðumálum hjá Iðunni fræðslusetri í heimsókn til Cranfield-háskóla í Bretlandi til að kynna sér MSc-nám í suðutækni. Um er að ræða sérhæft framhaldsnám sem veitir nemendum djúpa þekkingu á nútíma suðutækni, efnisfræði og sjálfvirkni. Námið er ætlað bæði nýútskrifuðum verkfræðingum og reyndum suðusérfræðingum sem vilja efla hæfni sína í framleiðslutækni og efnisvinnslu.
Kennslan felur í sér fyrirlestra, verklega kennslu og rannsóknir. Námið er lotubundið og hægt að sinna því með vinnu. Meðal námsefnis eru nútíma suðutækni og sjálfvirkni, efnisfræði og suðueiginleikar, hönnun og gæðastjórnun málmsuðu, stafrænt eftirlit og ferlaeftirlit
Nemendur fá aðgang að háþróuðum rannsóknarstofum með nýjasta búnaði, þar á meðal tækni eins og WAAM (Wire Arc Additive Manufacturing), Cranfield-háskóli er leiðandi á heimsvísu.cranfield.ac.uk

Aðgangskröfur og sveigjanleiki
Áhugavert er að í þessu námi eru gerðar undantekningar hvað varðar inntöku í námið og starfsreynsla og sérfræðiþekking á suðumálum metin að BSc gráðu.
Cranfield-háskóli hefur sterkt tengslanet við fyrirtæki á borð við Airbus, Rolls-Royce og GE, sem tryggir nemendum aðgang að raunverulegum iðnaðarverkefnum og eykur atvinnumöguleika þeirra.

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan segir Dr. Graeme Barritte í stuttu máli frá starfinu í Cranfield háskólanum og Hilmar Brjánn lýsir uppbyggingu náms.

Fleiri fréttir