Málm- og véltæknigreinar
Markmið Iðunnar fyrir málm- og véltæknigreinar er að sinna símenntun fyrir málm- og véltækniðnað á Íslandi. Félagar í FIT, VM og Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri njóta niðurgreiddra námskeiða Iðunnar.
Markmiðið er að sá sem hefur lokið smiðjunni sé fær um að sjóða flestar suður í kverksuðu og plötusuðu samkvæmt verklýsingum, hafi þá þekkingu sem nauðsynleg er til að vinna sjálfstætt eftir suðuferilslýsingu með MIG/MAG- suðu í flestum suðustöðum í kverk og plötu.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu og kennd meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þátttakandi öðlast þekkingu í að stilla suðuvélar, sjóða einfaldar pinnasuður (stúfsuður, kverksuður) og beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni MIG/MAG- suðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú færð þekkingu á meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Að því loknu ertu fær um að stilla suðuvélar, velja rétt gas, meta og mæla gasflæði, sjóða einfaldar MIG/MAG-suður (stúfsuður og kverksuður), ásamt því að beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í TIG-suðu en einnig verður farið í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú lærir að meðhöndla málma fyrir og eftir suðu.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Efniseiginleikar áls eru mjög frábrugðnir öðrum málmum og suða einnig. Farið er yfir efnisfræði áls og eiginleika. Fjallað um suðuaðferðir, prófanir og ýmsa samsetningar möguleika. Farið er í meðhöndlun efnis, hreinsun, undirbúning suðu og suðugæði. Í verklega hlutanum er soðið með TIG og MIG-suðuaðferðum.
Lengd
...Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir vélstjóra, vélvirkja og aðra þá sem vinna með plast í sinni vinnu. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við plastsuðu. Fjallað er um plastlagnir almennt, farið er í efnisfræði plastlagnaefnis, undirbúning lagnavinnu og útfærslu hennar. Ítarlega er fjallað um samsetningaraðferðir lagna, viðgerðir og yfirborðsmeðhöndlun. Á námskeiðinu er unnið með spegilsuðu, múffusuðu o.fl. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Þátttakandi fékk kennslu í Haccap öryggiskerfinu og þýðingu hreinlætis við vatnslagnir.