Fréttir
20. maí 2025

Málmsuðudagurinn endurvakinn

Málmsuðudagurinn endurvakinn

Föstudaginn 16. maí sl. stóð Iðan fyrir skemmtilegum fræðsluviðburði undir yfirskriftinni Málmsuðudagurinn.

Það muna kannski einhverjir eftir Málmsuðudeginum sem var árlegur viðburður og samstarfsverkefni Iðunnar og Málmsuðufélags Íslands. Dagurinn á sér langa og góða sögu og þótti okkur hjá Iðunni tímabært að endurvekja hann.

Málmsuðudagurinn er viðburður sem hentar fagfólki sem vinnur við málmsuðu, í stálsmiðjum, vélaverkstæðum. Hann hentar líka öllum öðrum sem hafa óbilandi áhuga á faginu og tengdri tækni.

Málmsuðudagurinn fór fram í húsakynnum Iðunnar fræðsluseturs að Vatnagörðum 20 og var haldinn í samstarfi við Veldix. Á staðnum var boðið upp á fræðsluerindi, kynningar á tækjabúnaði sem tengist málmsuðu ásamt því að Torfærubíllinn Kúrekinn var sýnis. Þá mætti Snjólaug Lúðvíksdóttir til okkar með stutt uppistand.

Markmiðið með Málmsuðudeginum er að kynna nýjustu þróun í málmsuðutækni og efla tengsl og þekkingu meðal þeirra sem starfa á þessu sviði. Óhætt er að segja að það hafi tekist með miklum ágætum föstudaginn síðastliðinn.

Sjáumst á næsta ári.

Málmsuðudagurinn 16. maí
Fleiri fréttir