Royal mail birti nýverið rannsókn sem sýnir og sannar að prentmiðillinn nýtur mests trausts af öllum auglýsingamiðlum. Eve Stansell framleiðslustjóri MarketReach hjá Royal Mail ræddi um rannsóknina og þýðingu hennar.
Eve var viðstödd Power of Print ráðstefnuna í London í byrjun nóvember og ræddi þar við þátttakendur um traust og hvernig vörumerki geta nýtt sér niðurstöður nýrra rannsókna MarketReach. Eve er sérfræðingur í vörumerkjastjórnun og starfar sem framleiðslustjóri fyrirtækisins. MarketReach, sem er dótturfyrirtæki Royal Mail. Áður en Eve hóf störf hjá MarketReach vann hún fyrir stjórnvöld og átti til dæmis stóran hlut í samfélagsmiðlaátakinu Change4Life sem átti að stuðla að betri heilsu Breta og draga úr offitu. Hún er reynslumikil markaðsskona og í þessu viðtali deilir hún lykilniðurstöðum rannsóknarinnar sem eru meðal annars þær að sérsniðnar prentaðar lausnir þurfa að vera hluti af markaðsstarfi vilji fyrirtæki ná árangri, ávinna sér traust og tryggð við vörumerki.