Fréttir
24. nóvember 2025

Nýsveinar fyrir norðan fengu afhent sveinsbréf

Nýsveinar fyrir norðan fengu afhent sveinsbréf

Hópur nýsveina í níu greinum tók við sveinsbréfum sínum í Nausti í Hofi á Akureyri í liðinni viku.

Alls fengu 52 afhent sveinsbréf í eftirtöldum greinum:

  • Bakaraiðn
  • Framreiðslu
  • Kjötiðn
  • Matreiðslu
  • Húsasmíði
  • Múraraiðn
  • Bílamálun
  • Stálsmíði
  • Vélvirkjun

Flestir sveinar eru í húsasmíði. Húsasmiðjan gaf nýsveinum í bygginga- og mannvirkjagreinum rósir og gjafabréf. Fagfélögin og meistarafélögin gáfu nýsveinum viðurkenningar og gáfu verðlaun fyrir hæstu einkunn á sveinsprófum.

Hæsta einkunn á sveinsprófi í múraraiðn fékk Jósep Heiðar Jónasson, hæstu einkunn á sveinsprófi í bílamálun fékk Stefán Árni Stefánsson og hæstu einkunn á sveinsprófi í kjötiðn fékk Ágúst Sigvaldason.

Til hamingju öll með glæstan árangur. Húsasmiðjan gaf nýsveinum fyrir norðan rósir.
Fleiri fréttir