Hlaðvörp
13. desember 2023

Rafbílavæðing stærri bíla

Rafbílavæðing stærri bíla

Kemst hann á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur?

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli um rafvæðingu stærri bíla bæði með tilliti til stöðunnar í dag en einnig framtíðarinnar.

Volvo er leiðandi í framleiðslu á stærri rafbílum. „Þeir byrjuðu árið 2017 með því að framleiða strætisvagna“ segir Egill og tóku svo til við tilraunir á stærri rafmagnsbílum 2019.

Það var hins vegar ekki fyrr en á síðasta ári að slíkir bílar fóru að verða raunhæfur kostur. Þá fór Volvo að fjöldaframleiða stærri rafmagnsbíla sem gerði það að verkum að kostnaður lækkaði og drægni jókst.

Á stærri bílum dugar rafmagn vel í allan þéttbýlisakstur og til nágrannasveitarfélaga. Fulllestaðir er raunhæft að segja að þeir dragi um 400 km, með stuttum hleðslustoppum.

Um 75% orkusparnaður næst með því að nýta rafmagn.

Þetta og margt fleira í þessu fróðlega spjalli.

Fleiri fréttir