Hlaðvörp
10. maí 2023

Þrengt að blaðaljósmyndun

Þrengt að blaðaljósmyndun

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari ræðir um framtíð blaðaljósmyndunar og minnkandi aðgengi ljósmyndara að því að skrá söguna.

Hann segir að það sé raunveruleg hætta á því að lítið sé myndað af daglegu lífi fólks nú þegar Fréttablaðið er horfið af vettvangi. Hann ræðir einnig sannar og ósannar myndir, gervigreind og það sem stóð upp úr á liðnu ári í ljósmyndun. 

Vilhelm var sigursæll þegar myndir ársins voru valdar á árlegri sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin er haldin af Blaðaljósmyndarafélagi Íslands og stendur yfiri til 27.maí og hægt er að nálgast bók með öllum myndum sýningarinnar í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

Vilhelm átti bæði umhverfismynd ársins og íþróttamynd ársins.

<embed embedtype="image" format="fullwidth" id="2115"/>

Draugurinn  

Reynisfjara var í fréttum oft á liðnu ári vegna hættu fyrir ferðamenn. 

Vilhelm fangaði þetta ótrúlega augnablik þar sem sést móta fyrir illúðlegu andliti í briminu. Hann kallar myndina sjálfur; Draugurinn í Reynisfjöru.

 

 <embed embedtype="image" format="fullwidth" id="2116"/>

Vonbrigði Sveindísar Jane

Hér fangar Vilhelm vonbrigði Sveindísar Jane eftir tapleik Íslands gegn Portúgal í umspilsleik fyrir laust sæti á HM í Ástralíu.

 

Fleiri fréttir