Íslendingar komu, sáu og sigruðu í Norrænu nemakeppninni í Danmörku. Þema keppninnar í ár var sjálfbærni.
Silvia Louise Einarsdóttir og Tristan Tómasson unnu til gullverðlauna í Norrænu nemakeppninni í framreiðslu. Keppnin fór fram í verkmenntaskólanum College 360 í Silkiborg í Danmörku dagana 24. og 25. apríl.Lið Íslendinga samanstóð af tveimur keppendum í framreiðslu, þeim Silviu og Tristan og tveimur keppendum í matreiðslu, þeim Sindra Hrafni Rúnarssyni og Marlís Jónu Þórunnar Karlsdóttur. Þema keppninnar var sjálfbærni.
Þau Silvia og Tristan kepptu í helstu hæfniþáttum framreiðslustarfsins, svo sem þjónustu, að undirbua, leggja á borð, brjóta saman servéttur og skreyta fyrir sex manns, blind- og vínsmakki, blöndun kokteila, að para saman vín/drykki- við matseðla, fyrirskurð, eldsteikingu og framreiðslu.Tristan Tómasson er nemi í þjónustunámi við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Hann er á námssamningi sem þjónn hjá Icelandic Food Cellar og hefur starfað sem þjónn í fjögur ár.
Silvia Louise Einarsdóttir er 20 ára gömul og mun útskrifast í maí úr námi í hótel- og veitingagreinum við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Hún er á námssamningi hjá Moss, Michelin-stjörnuveitingastaðnum við Bláa lónið.Þjálfari Silviu og Tómasar var Finnur Gauti Vilhelmsson.
Úrslit keppninnar voru eftirfarandi:
Framreiðsla: Gull – Ísland Silfur – Danmörk Brons – Noregur
Matreiðsla: Gull – Noregur Silfur – Danmörk Brons – Svíþjóð