None
11. júní 2020

Svanur Jóhannesson og prentsaga Íslands

Svanur Jóhannesson og prentsaga Íslands

Svanur Jóhannesson er sonur Jóhannesar úr Kötlum. Hann er rúmlega níræður og gaf nú á dögunum út Prentsmiðjubókina þar sem hann fjallar um prentsögu Íslands í máli og myndum.

Bókin er mikill fengur fyrir alla sem hafa áhuga á íslenskri prentsögu og útgáfu blaða og tímarita. Svanur segist hvergi vera hættur en hann hafi fengið góða hjálp meðal annars frá syni sínum.

Hann er nú þegar byrjaður á næstu bók þar sem sérstaklega verður fjallað um prentsögu Vestmannaeyja. 

IÐAN óskar þessum mikla fræðimanni til hamingju með stórbrotið verk.

Fleiri fréttir