Fréttir
23. apríl 2024

Sveinsbréf afhent í átta iðngreinum

Sveinsbréf afhent í átta iðngreinum

Það var glæsilegur hópur nýsveina sem fékk sveinsbréfin sín afhent á Hilton Reykjavík í dag.

Tæplega 100 nýsveinar í 8 iðngreinun fengu sveinsbréfin sín afhent í dag við hátíðlega athöfn á Holton Reykjavík. Iðngreinarnar voru eftirfarandi:

  • hársnyrtiiðn
  • snyrtifræði
  • rennismíði
  • vélvirkjun
  • bókband
  • prentun
  • bílamálun
  • bifvélavirkjun

Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem nemi útskrifast í prentun. Þá fengu þrír nemendur viðurkenningu fyrir næstu einkunn á sveinsprófi í snyrtifræði.

Við óskum nýsveinum hjartanlega til hamingju með áfangann og bjóðum þá velkomna í hóp fagfólks í iðnaði.

Fleiri fréttir