Fréttir
19. nóvember 2024

Sveinsbréf afhent við hátíðlega athöfn

Sveinsbréf afhent við hátíðlega athöfn

Í dag voru sveinsbréf afhent í 7 iðngreinum við hátíðlega athöfn á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík.

Alls fengu 87 nýsveinar sveinsbréf sín afhent í dag og var athöfnin vel sótt. Vélvirkjar voru fjölmennasti hópurinn sem steig á svið að þessu sinni en alls voru 28 sveinsbréf afhent í vélvirkjun. Auk fyrrnefndra greina voru sveinsbréf afhent í snyrtifræði, rennismíði, hársnyrtiiðn, ljósmyndun, grafískri miðlun og bifvélavirkjun.

Það er ánægjulegt að sjá svo fjölbreyttan hóp nýsveina og ljóst að iðnaður á Íslandi heldur áfram að þróast og dafna.

Iðan fræðslusetur sendir öllum nýsveinum dagsins sínar bestu hamingjuóskir með áfangann.

Fleiri fréttir