Fréttir
17. október 2025

Tækifæri í Evrópu – fyrir iðnnema, nýsveina og fagfólk í iðnaði - #ErasmusDays

Tækifæri í Evrópu – fyrir iðnnema, nýsveina og fagfólk í iðnaði - #ErasmusDays
Evrópa er full af tækifærum fyrir fólk í iðngreinum – hvort sem þú ert nemi, nýsveinn eða fagmanneskja. Með Erasmus+ getur þú farið í starfsnám eða þjálfun erlendis, öðlast nýja sýn á fagið og komið heim með reynslu sem breytir öllu.

Evrópa er full af tækifærum fyrir fólk í iðngreinum – hvort sem þú ert nemi, nýsveinn eða fagmanneskja. Með Erasmus+ getur þú farið í starfsnám eða þjálfun erlendis, öðlast nýja sýn á fagið og komið heim með reynslu sem breytir öllu – bæði í starfi og sjálfstrausti.

Ferðalag sem breytir öllu !

Evrópa býður upp á ótrúleg tækifæri fyrir fólk í iðngreinum. Í gegnum Erasmus+ geta iðnnemar, nýsveinar og fagfólk í iðnaði farið í starfsnám, þjálfun eða starfsspeglun erlendis – og komið heim með reynslu sem eykur hæfni, sjálfstraust og víðsýni.

Iðan hefur um árabil verið í fararbroddi við að tengja íslenskt starfsnám við evrópska samstarfsaðila og gæðastarf. Verkefnið „Ævintýri í Evrópu“ hefur gert hundruðum íslenskra iðnnema, nýsveina og fagfólki kleift að þróa færni sína í nýju umhverfi, kynnast nýrri tækni og vinna með fagfólki víðs vegar um álfuna. Verkefnið Ævintýri í Evrópu hefur hafið aukna samvinnu við fyrirtæki í iðnaði og höfum við því ákveðið að endurskýra verkefnið Ævintýri í Evrópu og heitir það nú; ,,Tækifæri í Evrópu”.

Þekking sem breytir starfi og sýn

Að taka þátt í Erasmus+ er ekki bara ferðalag – það er fagleg umbreyting. Þátttakendur læra að laga sig að nýju vinnuumhverfi, kynnast nýjustu vinnubrögðum og efla samskiptahæfni í alþjóðlegu samhengi. Nýsveinninn Anna fór í Erasmus+ starfsnám til Ítalíu.

Hún lærði að gera pastað frá grunni, tala ítölsku og vinna með kokkum frá fjórum löndum. „Ég fór út til að læra meira – en kom heim með nýtt sjálfstraust.“

Erasmus+ fyrir fagfólk – tækifæri til að miðla og þróa

Erasmus+ snýst ekki aðeins um nemendur. Fagfólk, nýsveinar, iðnmeistarar, kennarar og leiðbeinendur geta einnig tekið þátt í starfsþróun, námskeiðum og faglegum heimsóknum. „Við höfum séð mikla aukningu í umsóknum frá fagfólki sem vill sækja sér nýja þekkingu og koma heim með ferskar hugmyndir,“ segja Inga og Helen, hjá Iðunni. „Þessi reynsla hefur bein áhrif á fólk, það eflist og eykur víðsýni. Hún styrkir tengsl okkar við atvinnulífið og eykur faglega dýpt.“

Gæðaviðmið og stuðningur frá Iðunni

Iðan er vottunaraðili fyrir EQAMOB gæðamerkið á Íslandi. EQAMOB viðmið verða endurskoðuð næsta misseri. Merkið er handa þeim fyrirtækjum sem sýna framúrskarandi viðmót við að taka á móti og senda iðnnema og nýsveina. Með því að fylgja þessum stöðlum vill Iðan stuðla að því að bæði nemar og fyrirtæki fái faglega og vel skipulagða reynslu.

Skref í átt að alþjóðlegri framtíð

Iðnaðurinn breytist – ný tækni, sjálfbærni og alþjóðleg samkeppni kalla á víðsýni og stöðuga endurmenntun. Erasmus+ býður upp á einstakt tækifæri til að tengja íslenskan iðnað við þessa þróun og byggja upp faglegt tengslanet í Evrópu.

Að taka þátt í Erasmus+ í gegnum Iðuna er ekki aðeins ævintýri, heldur tækifæri – það er fjárfesting í framtíðinni, hvort sem þú ert nemi, nýsveinn eða fagmanneskja. Evrópa er full af tækifærum, lærdómi og samstarfi.

Viltu taka þátt? Skoðaðu nánar á https://www.idan.is/ eða hafðu samband við okkur [email protected] [email protected]

Fleiri fréttir