Fréttir
07. nóvember 2024

Takk fyrir innlitið

Takk fyrir innlitið

Iðan fræðslusetur tók þátt í stórsýningunni Stóreldhúsið sem nýverið fram fór í Laugardalshöll.

Það var einstaklega ánægjulegt að vera með í þessum skemmtilega viðburði og við þökkum kærlega öllum þeim sem gáfu sér tíma til að kynna sér starf Iðunnar í matvæla- og veitingagreinum.

Á básnum okkar gafst gestum kostur á því að taka þátt í happdrætti og hafa vinningar verið dregnir úr og samband haft við vinningshafa.

Þeir eru sem hér segir:

Fyrsta vinning hlaut Hildur Kristinsdóttir

Hún fær glæsilega Morsö Spinn pizzaofn með snúningsdisk frá JAX HANDVERK.

Önnur verðlaun hlaut Ragna Richter

Hún fær gistingu í eina nótt fyrir tvo með morgunmat á Íslandshótel.

Þriðju til fimmtu verðlaun hlutu:

Ólöf Helgadóttir

Kristján Jens Rúnarsson

Anna Karakozoglou

Þau fá gjafabréf á námskeið að eigin vali hjá Iðunni fræðslusetri að verðmæti 10.000 kr.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna.

Fleiri fréttir