Vegna kvennaverkfallsins föstudaginn 24. október verður þjónusta hjá Iðunni takmörkuð.
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október og konur og kynsegin fólk hvatt til að leggja niður launaða og ólaunaða vinnu allan daginn eins og konur gerðu þegar fyrst var boðað til Kvennafrís fyrir árið 1975.Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.
Sími og móttaka verða lokuð allan daginn, en þau námskeið sem þegar hefur verið boðað til fara fram samkvæmt áætlun.
Við hvetjum þá sem eiga brýn erindi til að senda tölvupóst á viðeigandi starfsmann eða deild.
Upplýsingar um netföng starfsfólks má finna á vef Iðunnar: www.idan.is