Fréttir
09. desember 2025

Þau eru með framtíðina fyrir sér í grafískum greinum

Þau eru með framtíðina fyrir sér í grafískum greinum
Útskriftarhópurinn í grafískri miðlun og bókbandi

Útskriftarsýning nemenda í grafískri miðlun og bókbandi fór fram í kennslurými grafískra greina í Vatnsholti við Tækniskólann föstudaginn 8.desember. Þar voru til sýnis lokaverkefni fimm kraftmikilla útskriftarnema úr grafískri miðlun og bókbandi.

Sýningin var sérstaklega hugmyndarík í ár en svæðinu var breytt í vettvang glæps og spreyttu nemendur sig á merkingum með skemmtilegum hætti.

L1002465

Á sýningunni gafst gestum kostur á að skoða fjölbreytt verkefni nemenda sem endurspegla krefjandi nám.

L1002345

Umbúðir og merkingar, tímarit, innbundnar bækur og merktar auglýsingavörur. Breiddin í verkefnum hefur sjaldan verið meiri og gaf góða innsýn í þann mikla metnað sem er lagður í starf greinanna innan skólans.

L1002364

Til hamingju nemendur og kennarar skólans með þessa glæsilegu sýningu.

L1002382

Fleiri fréttir