Fréttir
10. maí 2025

Upprennandi fagfólk í grafískri miðlun

Upprennandi fagfólk í grafískri miðlun
Ellefu nemar útskrifast í vor úr grafískri miðlun.

Útskriftarsýning nemenda í grafískri miðlun og ljósmyndun fór fram í kennslurými grafískra greina í Vatnsholti við Tækniskólann föstudaginn 9. maí. Þar voru til sýnis lokaverkefni tuttugu útskriftarnema; ellefu úr grafískri miðlun og níu úr ljósmyndun.

Á sýningunni gafst gestum kostur á að skoða fjölbreytt og skapandi verk sem endurspegla það yfirgripsmikla og krefjandi nám sem nemendur hafa lokið. Meðal þess sem var til sýnis voru ljósmyndabækur, auglýsingar, umbúðir, bæklingar og tímaritið Askur, sem er samstarfsverkefni nemenda í grafískri miðlun.

Sýningin gaf góða innsýn í þá fagmennsku og hugmyndaauðgi sem einkennt hefur vinnu nemenda síðustu misseri.

Fleiri fréttir