None
21. mars 2020

YouTube – stærsti fræðsluvettvangur í heimi

YouTube – stærsti fræðsluvettvangur í heimi

YouTube er ekki aðeins næst stærsta leitarvél í heimi heldur lifandi netsamfélag, sneysafullt af virkilega vönduðu og gagnlegu fræðsluefni um allt milli himins og jarðar. Á hinn bóginn þá er YouTube að sama skapi vettvangur fyrir miður spennandi myndskeið svo ekki sér sterkara að orði kveðið og því nauðsynlegt að viðhafa ákveðið gæðamat þegar leitað er þangað eftir fræðsluefni.

Kristján Kristjánsson, sviðsstjóri Málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR lagði nýlega í leiðangur um víðar lendur YouTube í leit að gagnlegu efni til að nýta í kennslu eða sjálfsnám í þeim iðngreinum sem hann hefur yfirumsjón með. Afraksturinn, eða öllu heldur brot af því sem hann fann, má sjá hér fyrir neðan. Athugið að myndskeiðin eru öll á ensku.

Dieselvélar

Vökvatækni

Kælitækni

Varmadælur

Rafmagnsfræði

Fleiri fréttir