Mannvirkjaráð Samtaka iðnaðarins og IÐAN fræðslusetur boða til næsta fundar í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember kl. 8.30-10.00 í Hyl, 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Á fundinum verður fjallað um hlutverk iðnmeistara, byggingarstjóra og hönnunarstjóra út frá gæðastjórnun.
Markmið fundaraðarinnar er að efla og bæta umfjöllun og fræðslu um gæðamál í bygginga- og mannvirkjagerð. Fundarstjóri er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Dagskrá
Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 8.15.
Smelltu hér til að skrá þig