Fréttir
27. maí 2019

Viljayfirlýsing um aukið samstarf háskóla, framhaldsskóla og atvinnulífs

Viljayfirlýsing um aukið samstarf háskóla, framhaldsskóla og atvinnulífs

Í dag undirrituðu fulltrúar Háskólans í Reykjavík, Tækniskólans, IÐUNNAR fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins og Rafmenntar samkomulag þar sem lýst er yfir vilja til að vinna saman að því að kortleggja, efla og kynna tækifæri á háskólanámi með atvinnutengt lokamarkmið, eftir iðnnám og aðra starfsmenntun

Í dag undirrituðu fulltrúar Háskólans í Reykjavík, Tækniskólans, IÐUNNAR fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins og Rafmenntar samkomulag þar sem lýst er yfir vilja til að vinna saman að því að kortleggja, efla og kynna tækifæri á háskólanámi með atvinnutengt lokamarkmið, eftir iðnnám og aðra starfsmenntun.

IÐAN undirritar viljayfirlýsinguna fyrir hönd eigenda sinna sem eru: Bílgreinasambandið, Byggiðn, FIT, Grafía, Matvís og VM. Aðilar yfirlýsingarinnar telja að aukið samstarf sé nauðsynlegt til að auðvelda leið iðnmenntaðra í hagnýtt háskólanám og er markmiðið með samstarfinu fjórþætt:

  • Að fjölga nemendum sem sækja iðnnám, samhliða því að fjöla þeim sem bæti við sig hagnýtu háskólan´mi í takt við þarfir atvinnulífs og starfsmenntun.
  • Að gera iðn- og starfsnám aðlaðandi valkost fyrir ungt fólk og að auka upplýsingagjöf til verðandi nemenda þannig að slíkt nám verði eftirsóknarvert
  • Að skapa vettvang fyrir samstarf um skipulag og stýringu háskólanáms með aðkomu atvinnulífsins til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins, sem og að bregðast við síbreytilegum atvinnumarkaði
  • Auðvelda mat á milli skólastiga þar sem námsþættir skarast til að fyrirbyggja endurtekningu í námi.

Samstarfsverkefnið er þróunarverkefni, einskorðað við iðnmenntun í byggingar-, málm- vél-, bíl- og rafiðngreinum og nám á háskólastigi sem hentar í framhaldi af iðnnámi í þeim greinum.

Um leið er stefn að því að verkefnið geti orðið fyrirmynd sem hægt verði að yfirfæra á aðrar iðngreinar og starfsmenntun.

Fleiri fréttir