AH pípulagnir hlýtur EQAMOB vottun fyrir vönduð vinnubrögð á sviði námsmannaskipta

EQAMOB vottunin er veitt til fyrirtækja sem hafa sammælst um að vinna samkvæmt skilgreindum gæðaviðmiðum sem varða námsmannaskipti í Evrópu.

IÐAN er vottunaraðili EQAMOB gæðaviðmiða á Íslandi, en vottunin er veitt til fyrirtækja sem hafa sammælst um að vinna samkvæmt skilgreindum gæðaviðmiðum sem varða námsmannaskipti í Evrópu. Nýlega fékk fyrirtækið AH pípulagnir EQAMOB vottunina fyrir vönduð vinnubrögð á sviði námsmannaskipta.

AH pípulagnir í Garðabæ hafa unnið náið með IÐUNNI að námsmannaskiptum og hefur starfsfólk AH pípulagna lagt sig fram við að efla fagvitund, samfélagsvitund og ekki síst mikilvægi þess að hafa alþjóðlega sýn á faginu.

Við óskum AH pípulögnum til hamingju með EQAMOB vottunina. Sif Gunnlaugsdóttir tók við vottunina fyrir hönd Ah pípulagna.

Á vef Euro Apprenticeship má lesa meira um vottunina. Meira um vottunina

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband