Svona er hægt að nýta Google myndaleitina

Flestir hafa væntanlega leitað eftir myndum með aðstoð Google leitarvélarinnar, en vissir þú að það er hægt að gefa Google upp ljósmynd og leita eftir henni eða sambærilegu myndefni?

    Google leitarvélin býr yfir einni öflugustu myndaleit sem fyrirfinnst á vefnum og vísast hafa flestir einhverntíman nýtt sér hana á einn eða annan hátt. Algengast er að slá inn stuttan texta eða einstaka orð sem Google nýtir sér og yfirleitt finnst eitthvað í anda þess sem leitað var eftir.

    Hitt er annað mál og ekki eins þekkt eða mikið notað, þ.e. að hægt er að leita eftir ákveðinni fyrirmynd í Google myndaleitinni. þannig er hægt að mata Google á myndefni, annað hvort í gegnum vefslóð eða með því að hlaða upp mynd og leita eftir nákvæmlega sama eða samskonar efni. Þetta er til margra hluta nytsamlegt eins og fram kemur í meðfylgjandi myndskeiði.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband