None
27. ágúst 2020

Kynntu þér raunfærnimat

Kynntu þér raunfærnimat

Fyrsti fjar-kynningarfundur IÐUNNAR um raunfærnimat fór fram á YouTube í gær. Á fundinum kynnti Edda Jóhannesdóttir, náms- og starfsráðgjafi, raunfærnimat IÐUNNAR og svaraði spurningum fundargesta. Er raunfærnimat eitthvað fyrir þig?

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði og hefur stytt nám fjölda fólks til sveinprófs. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein.

Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám sé verðmætt og að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað.

Ég hef áhuga á því að vita meira

Fleiri fréttir