Sköpunargleði er lykilþáttur í velgengni fyrirtækja

Birna Dröfn Birgisdóttir er ungur eldhugi þegar kemur að námi og starfi. Hún er viðskiptafræðingur og hefur til viðbótar numið alþjóðaviðskipti og mannauðsstjórnun. Birna stundar nú doktorsnám þar sem að hún rannsakar sköpunargleði og hugmyndafræði þjónandi forystu.

Birna Dröfn
Birna Dröfn
  • Fjórða iðnbyltingin

Það er einhver ólýsanleg orka sem geislar af þessari ungu konu þegar hún skýst inn um dyrnar með breitt bros og hlýja nærveru. Hún er komin til að spjalla við okkur hjá Augnabliki í iðnaði um málefni sem eiga hug hennar allan.

Birna segir sköpunargleði vera mjög vítt hugtak sem nýtist einstaklingum, fyrirtækjum og samfélaginu öllu til að skara fram úr og búa til umgjörð þar sem fólk og hugmyndir fái að njóta sín. Nú þegar fjórða iðnbyltingin er hafin er mikilvægt að vera á tánum varðandi nýjungar og skapa ný tækifæri og ferla. Hraðinn er nefnilega svo mikill segir hún og við þurfum að taka góðum hugmyndum fagnandi hvaðan sem að þær koma.

En hvernig geta þá stjórnendur fundið þessu farveg? Hvað ýtir undir sköpunargleði og hvað letur hana?

Þessum og fleiri spurningum svarar Birna í þessu áhugaverða spjalli sem á erindi við stjórnendur sem vilja skapa hvetjandi starfsumhverfi.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með umfjöllun Birnu á LinkedIn er hér hlekkur á síðuna hennar.

 

Þú getur hlustað á Augnablik í iðnaði á Soundcloud eða Spotify

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband