Raddinnsláttur með Google

Google ritvinnslan er mörgum kostum gædd enda vinsæl lausn og mikið notuð. Einn skemmtilegur eiginleiki sem ekki allir vita af er að Google getur „skrifað" texta upp eftir upplestri eða tali.

    Til er fólk sem fullyrðir að innan fárra ára, jafnvel mjög fárra ára, muni enginn lengur nota lyklaborð til að miðla texta til tölvu. Við ætlum ekkert að fullyrða um slíkt, en það er engu að síður verulega svalt og kannski gagnlegt í einhverjum kringumstæðum að geta talað við Google sem sér svo um að breyta talinu í texta. Hér sýnir Ólafur Kristjánsson okkur hvernig þetta er gert.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband