IÐAN kynnir VISKA verkefnið á Menntakviku HÍ

Helen Gray, þróunarstjóra og Rakel Steinvör, náms- og starfsráðgjafa var boðið að flytja erindi um VISKA verkefnið (Visible skills of Adults) á Menntakviku Háskóla Íslands.

  VISKA verkefnið snýst annars vegar um að opna núverandi raunfærnimatskerfi fyrir innflytjendum og hins vegar að prófa samevrópskt vefmatstæki fyrir innflytjendur.

  Þátttakendur í verkefninu voru Pólverjar sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Alls tóku þátt 45 einstaklingar, bæði karlar og konur og var metið á móti námskrám í löggildum iðngreinum og hæfniviðmiðum starfa.

  VISKA verkefnið leiddi í ljós ýmsar áskoranir en einnig tækifæri í tengslum við raunfærnimat fyrir innflytjendur.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband