Erasmus - eitthvað sem allir iðnnemar og nýsveinar ættu að kynna sér

Í tilefni af evrópskri starfsmenntaviku beinum við kastljósinu að Erasmus námsstyrkjum fyrir iðnnema og nýsveina

Aðalsteinn Ásmundarson
Aðalsteinn Ásmundarson

    Evrópska starfsmenntavikan er árlegur viðburður þar sem markmiðið er að kynna og efla starfsnám og þjálfun. IÐAN tekur reglulega þátt og í ár beinum við kastljósinu að Erasmus námsstyrkjum og hvernig þeir geta nýst iðnnemum og nýsveinum.

    Aðalsteinn Ásmundarson er vélvirki og nýsveinn í húsasmíði og einn fjölmargra sem hafa nýtt sér þennan styrkjakost. Aðalsteinn sótti nýverið námskeið um svo nefnd Passive hús við South West Collage á N-Írlandi á Erasmus styrk. Okkur þótti þetta forvitnilegt og ekki síst áhugaverð viðbót við umræðuna um sjálfbærni í húsasmíði. Við hringdum því austur og áttum gott spjall við Aðalstein sem hvetur aðra til að kynna sér möguleika Erasmus áætlunarinnar á sínum vettvangi.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband