Framúrskarandi vinnustaður - Great Place to Work

Flugger er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöð á Íslandi. Það er eitt af þremur íslenskum fyrirtækjum sem hafa farið í gengum vottunina Great Place to Work, hin tvö eru Sahara og CCP.

Great Place to Work er vinnustaðagreining sem á sér langa sögu og er byggð á spurningalistum sem allir starfsmenn fyrirtækisins svara. Elín Ólafsdóttir sölu- og mannauðsstjóri hjá Flugger segir að með þessari greiningu sé verið að gefa starfsmönnum rödd á annan hátt en í hefðbundnum frammistöðu- og starfsmannaviðtölum. Þau eru meira tekin með næsta yfirmanni segir Elín og það getur verið erfitt að láta allt koma fram í þannig viðtölum.

Great Place to Work er leið til að kanna starfsánægju, finna leiðir til faglegra úrbóta og að fá viðurkenningu fyrir góða vinnustaðamenningu. Skýrslurnar eru nákvæmar en þó er engin leið að rekja svörin, jafnvel ekki þó að deildir séu fámennar. Könnunin er rafræn sem er mikill kostur segir Elín.

Út frá niðurstöðum greiningarinnar verður til heildarmynd yfir það sem vel er gert og það sem betur má fara. Niðurstöðurnar segja til um hvort fyrirtækið stenst vottun eða ekki

Fyrir fyrirtæki sem standast vottunina er þetta ákveðinn gæðastimpill og Elín nefnir að þessi vottun skipti starfsmenn máli sem og umsækjendur um störf. 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband