Ábyrgðamaður suðumála

Ábyrgðamaður suðumála tryggir að gæði og ábyrgð eru sett framar öllu í suðunni og unnið sé eftir staðlinum IST EN ISO 14731.

    Gerry McCarthy er suðuverkfræðingur frá Írlandi en hann á og rekur fyrirtækið Welding Quality Management Services Ltd. Hann hefur yfir þrjátíu ára reynslu í málmiðnaðinum og hefur unnið við kröfulýsingar, hönnun, suðu, rekstur og gæða- og CE merkingar auk þess að vera IWE (International Welding Engineer).

    McCarthy var staddur á Íslandi á dögunum að kenna á námskeiðinu Ábyrgðarmaður suðmála á vegum IÐUNNAR, ásamt Gústaf A. Hjaltasyni og því lá beinast við að setjast niður og spjalla um mikilvægi þess að hafa sérstakan ábyrgðamann suðumála hjá fyrirtækjum í málm- og véltækniiðnaði.

    McCarthy segir mikilvægt að þeir sem beri ábyrgð á gæðum málmsuðu geti greint hönnunina, samsetninguna, meðhöndlunina og sinnt eftirliti. Þannig þarf þessi aðili að þekkja viðeigandi staðla sem snúa að gæðum og göllum. 

    Fróðleg umræða fyrir þá aðila sem stjórna og fara yfir verk tengd suðuvinnu og suðumálum. 

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband