Raki og mygla í húsum með Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er svokallaður stígvéla-líffræðingur, sem þýðir að hún vinnur ekki á rannsóknarstofu heldur er hún úti á örkinni.

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir

  Sylgja hefur starfað við byggingariðnaðinn í hartnær 16 ár og vinnur nú sem ráðgjafi hjá Eflu verkfræðistofu. Hún er sérfræðingur í raka- og mygluskemmdum og þekkir það af eigin raun að búa í rakaskemmdu húsnæði. Það var einmitt sú lífsreynsla sem olli því að hún sérhæfði sig á þessum vettvangi að eigin sögn.

  „Í sögulegu samhengi þá er mygla í húsnæði ekkert nýtt" segir Sylgja. Torfbæirnir okkar í gamla daga voru vafalaust með raka sem er frumorsök myglu, en hún bendir einnig á að það er annað vistkerfi í húsum sem eru nær náttúrunni en húsum í dag með okkar nýju byggingarefnum. 

  Þekking á raka- og myglu í húsnæði var lengi vel af skornum skammti en það er að verða til ný þekking og þetta viðangsefni snertir alla þætti í byggingariðnaði, hönnun, framkvæmd, geymslu á byggingarefni og ekki síst hvernig við notum hús og viðhöldum þeim. Svo má einnig spyrja sig hvernig nýtilkomin byggingarefni að virka við íslenskar aðstæður? 


  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband