Eru drónar sendingamáti framtíðarinnar?

Iðan fræðslusetur fór á vettvang og ræddi við Gísla Rafnsson drónaflugmann hjá Aha

  Fyrirtækið Aha.is er markaðstorg á netinu sem hefur notið mikilla vinsælda, sér í lagi í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins. Verslanir og veitingastaðir geta boðið upp á vörur og veitingar án þess að leggja í þróunarvinnu eða byggja upp tækniþekkingu. Fyrirtækið var stofnað af vinunum Helga Má Þórðarsyni og Maroni Kristóferssyni í mars árið 2011.

  AHA samnýtir sendla og bíla fyrir fleiri en eitt fyrirtæki í heimsendingar og nýta til þess rafmagnsbíla, reiðhjól og rafhlaupahjól. Þá notar AHA rafmagnsdróna í matarsendingar af gerðinni DJI Matrice 600. Dróna sem geta tekið 3 kg matarsendingar, flogið á 55 km hraða við bestu veðurskilyrði.

  Þá nefnir Gísli að drónamatarsendingar séu ekki lengur þróunarverkefni heldur fastur hluti af sendingarmátum markaðstorgsins.

   

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband