Orkuskipti í bílgreinum

Jónas Kári Eiríksson, forstöðumaður vörustýringar hjá Öskju er hér í fróðlegu spjalli

  Sigurður Svavar Indriðason ræðir hér við Jónas Kára Eiríksson um rafvæðingu bílaflotans á Íslandi og stöðu markaðarins.

  Í dag er kolefnisspor rafbílaframleiðslu frekar hátt en í viðtalinu fjallar Jónas Kári um hvernig iðnaðurinn vinnur í átt að kolefnishlutleysi með ýmsum lausnum, svo sem nýjum sjálfbærum efnum úr sveppum og kaktus.

  Rafbílum hefur fjölgað mjög hratt á Íslandi og eftirspurn er umfram framboð. Eðlilega eru því margar áskoranir sem liggja fyrir og brýnt er að leysa.

  Á síðastliðnum fjórum árum hefur markaðurinn farið úr því að vera 7% raf- og tengil-tvinnbílar yfir í 70% og segir Jónas Kári að aðgerðir stjórnvalda hafa skipt sköpum og ýtt undir þessa góðu þróun. Einungis í Noregi eru fleiri rafbílar miðað við höfðatölu.

  Hann telur að orkuskiptin séu að eiga sér stað á nýjum bílum og þá séu hleðslustöðvar að verða kraftmeiri og aðagengilegri og rafhlöður að þróast í lengri drægni. 

  Þetta og margt fleira í þessu skemmtilega og fróðlega spjalli. 

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband