Um jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun er ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði og stuðla þannig að jafnrétti kynjanna.

Lovísa Jónsdóttir, gæðastjóri launa og jafnlaunavottunar hjá Brimborg
Lovísa Jónsdóttir, gæðastjóri launa og jafnlaunavottunar hjá Brimborg

     Sigríður Lovísa Jónsdóttir, gæðastjóri launa og jafnlaunavottunar hjá Brimborg, er hér í fræðandi spjalli, en hún skrifaði BA ritgerð sína um jafnlaunavottun.

    „Það sem kom á óvart var hversu gagnleg vottunin er fyrir fyrirtækið ekki síður en stafsmenn þess“ segir Lovísa.

    Vottunin tekur ekki einungis á launaþættinum heldur á fleiri hlutum eins og einelti og ofbeldi. Þá eru starfalýsingar gjarnan mjög gamlar og þarfnast endurnýjunar. Hún segir þetta því ekki vera ferli sem hægt er að hrista fram úr erminni á örskotsstund heldur eitthvað sem krefjist það bæði innsæis og þolinmæði.

    Jafnréttisstofa hefur umsjón með umsýslu vottunarinnar og er hún byggð á jafnlaunastaðlinum ÍST 85. 

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband