Saga veitingareksturs og matreiðslu á Íslandi

Fyrsti þáttur af fjórum um matreiðslunám á Íslandi

Nanna Rögnvaldardóttir
Nanna Rögnvaldardóttir

  Hér er á ferðinni fyrsti þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð.

  Fyrsta hlaðvarpið fjallar um sögu veitingareksturs og matreiðslu á Íslandi og er viðmælandi þeirra Nanna Rögnvaldardóttir sérfræðingur í íslenskri matargerð.

  Upphaf matreiðslunáms segir Nanna hafa verið íslenskar konur sem fóru upp úr miðri 19. öld til Danmerkur að læra matreiðslu og hússtjórn. Þær komu svo heim með nýja þekkingu og vildu miðla henni til samlanda sinna. Þær stofnuðu meðal annars hússtjórnarskóla sem voru vel sóttir.

  Elstu íslensku matreiðslubækurnar voru ætlaðar borgaralegum heimilum og kenndu meðal annars hreinlæti við matargerð, borðsiði, næringu og framsetningu á mat. Þarna var greinileg breyting frá því að fólk sat með aska á hnjánum.

  Það var svo í upphafi 20. aldar að matsölur fóru að spretta upp í kaupstöðum en fyrsta fína veitingahúsið var opnað á Hótel Borg.

  Þetta og margt fleira í þessum fróðlega og skemmtilega þætti.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband