Markviss þjálfun fagfólks í Mount Lucas fræðslumiðstöðinni á Írlandi hefur vakið eftirtekt fyrir framsækni og góðan árangur. Markmið Mount Lucas er að stuðla að góðum árangri við að fylgja eftir húsnæðisáætlun Íra:Húsnæði fyrir alla.
Starfsfólk Iðunnar fræðsluseturs heimsótti nýlega símenntunarmiðstöð bygginga-og mannvirkjagreina í Mount Lucas á Írlandi, Ferðin var skipulögð af Menntamálastofnun Írlands, QQI. og var styrkt af Erasmus+. Mount Lucas varð fyrir valinu vegna þeirrar einstöku starfsemi sem þar fer fram á sviði iðn-og starfsnáms en fræðslusetrið hefur fengið ýmsar viðurkenningar og vottanir fyrir störf sín. Mount Lucas starfar fyrir atvinnulífið og stjórnvöld og þjónar launþegum, fyrirtækjum og atvinnuleitendum.
Eftir margra ára þróunarvinnu náði fræðslusetrið að fá tveggja ára samningsbundið nám (Scaffolding Apprenticship) viðurkennt til réttinda í uppsetningu vinnupalla. Nemendur eru á námsamning hjá fyrirtæki, mæta í sérstaka þjálfun og kennslu einn dag í viku í tvö ár. Námið er þarft og hefur skilað frábærum fagmönnum sem hafa það hlutverk að sjá setja upp, sjá um vinnupalla og ekki síst tryggja öryggi á vinnustað.