Umferðaröryggi

Það sem skiptir máli eru bílar, aksturslag og vegir

Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson

  Ólafur Guðmundsson sérfræðingur í umferðaröryggismálum er hér í fróðlegu spjalli um umferðaröryggi, innviði og bifreiðar. Þeir Sigurður Svavar Indriðason leiðtogi bílgreina hjá Iðunni fara m.a. yfir hvað er vel gert í þeim efnum og hvað má betur fara.

  Ólafur bendir á að ekki sé verið að fjárfesta nægilega mikið í innviðum eða vegum þar sem slysin verða. Slysamesti vegur landsins er Miklabraut í Reykjavík en sá næsti er Reykjanesbrautin frá Miklubraut og suður að Kaplakrika.

  Hann segir að forsenda fyrir því að fækka slysum sé að laga vegina, greina þá hættumestu og leggja í þá fjármagn. Ólafur segir að flestar Evrópuþjóðir séu með viðmið í dag um að hafa að minnsta kosti þriggja stjörnu vegi. 75% af vegakerfi Íslands eru ein til tvær stjörnun sem er fyrir neðan lágmark.

  Þetta og margt fleira áhugavert í þessu fræðandi spjalli.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband